„Einhverfa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haj20 (spjall | framlög)
Popp~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
 
== Einkenni einhverfu ==
Einkenni einhverfu eru misjöfn og mismikil milli einstaklinga. Oft eiga einhverfir einstaklingar erfitt með [[augnsamband]], [[snerting]]u, [[tal]] og önnur [[samskipti]]. [[Áráttukennd hegðun]] og mikill áhugi á einhverju einu ákveðnu sviði eru einnig einkenni einhverfu. Það er því oft hægt að taka eftir þessum einkennum snemma í lífi fólks þar sem [[félagsfærni]] þeirra er ekki eins og hjá jafnöldrum. Það vantar frumkvæði til samskipta og viðbrögð við fólki geta verið einkennileg. Hægt er að skipta helstu einkennum einhverfu í fimm flokka, skert félagshæfni, skert tjáningargeta, áráttukennd hegðun, undarleg skynjun og óvenjuleg færni.
[[Mynd:Autism-stacking-cans edit.jpg|Autism-stacking-cans edit|thumb|Einhverfur strákur að stafla dósum]]
 
Lína 21:
 
* '''Síendurtekin hegðun og [[þráhyggja|þráhyggja]]'''
Einhverf börn líta alveg eins út og öll önnur börn. Þau skera sig út úr með því að vilja hafa allt í röð og reglu. Vilja hafa sama skipulag dag eftir dag og helst ekki breyta neinu. Einhverf börn geta átt mjög erfitt þegar leik- eða [[grunnskóli]] fer í frí, því þá er ekki sama rútína og aðra daga. Einhverf börn geta líka eytt löngum tíma í að rugga sér fram og aftur eða endurtaka aðrar hreyfingar. Þessi endurtekning og [[þráhyggja]] gerir þeim erfitt fyrir að geta leikið sér í þykjustuleikjum s.s dúkkuleik eða bílaleik.
 
* '''Skynúrvinnsla'''