„Louisa Matthíasdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Birkirsveins (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Birkirsveins (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
==Æviágrip==
Louisa fæddist í [[Reykjavík]]. Hún sýndi listræna hæfni á unga aldri og lærði fyrst í [[Danmörku]] og síðar undir [[en:Marcel Gromaire]] í [[París]]. Fyrstu málverk hennar, frá lok 4. áratugar 20. aldar, festi hana í sessi sem leiðandi persónu í íslenska [[Avant-garde]] (framúrstefnu) samfélaginu (þar sem margir meðlimir hittust í [[Unuhúsi]]). Viðfangsefni málverkanna var málað með breiðum pensli, til þess að leggja áherslu á rúmfræðilegt form. Þessi málverk sýndu mikið af því eðli sem einkenndi þroskuð verk Louisu en þó með minna af lit.
 
Hún fluttist til [[New York]] árið 1942 og því fylgdi tímabil þar sem hún lærði undir [[Hans Hofmann]], auk annarra listmálara til að mynda [[Robert De Niro, Sr.]] (faðir leikarans) og Jane Freilicher. Árið 1944 giftist hún listmálaranum [[Leland Bell]] og nutu þau samstarfs sem einkenndist af gagnkvæmum stuðning þar til Bell lést árið 1991. Fyrsta einkasýning Louisu átti sér stað í Jane Street Gallery í New York árið 1948. Vinna hennar á 6. áratugnum einkenndist af [[expressjónisma]] en frá 7. áratugnum til loka ævi hennar þróaði hún og bætti áberandi hreina liti, skipulagða samsetningu og mikla framkvæmd sem hún er þekktust fyrir.