Munur á milli breytinga „Jöklar á Íslandi“

ekkert breytingarágrip
m (r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: hr:Islandski ledenjaci)
Margir íslensku jöklanna liggja yfir [[Eldfjöll Íslands|eldstöðvum]]. [[Grímsvötn]] og [[Bárðarbunga]] eru til dæmis stórar eldstöðvar undir Vatnajökli. [[Askja]] Grímsvatna er um 100 km<sup>2</sup> og askja Bárðarbungu um 60 km<sup>2</sup>. Eldgos undir jöklum verða oft á tíðum í kjölfar [[jökulhlaup]]a en jökulhlaupin losa um þrýsting á eldstöðinni. Stundum er atburðarásin í hina áttina þar sem eldgos kemur af stað jökulhlaupi. Ein helsta vá vegna jökulhlaupa á Íslandi er hlaup úr Mýrdalsjökli vegna eldgoss í [[Katla|Kötlu]]<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/greinar/nr/699|titill=Veðurstofa Íslands: Jökulhlaup|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2009}}</ref> en þaðan hafa einnig runnið stærstu hlaup Íslandssögunnar.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vedur.is/vatnafar/joklamaelingar/jokulhlaup/?ListID=1|titill=Veðurstofa Íslands: Jöklamælingar og Jökulhlaup|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2009}}</ref> Sumir jöklar eru yfir [[jarðvarmi|jarðhitasvæðum]] og bráðnar því stöðugt af þeim.
 
Þau [[fjall|fjöll]] sem myndast í eldgosum undir jökli nefnast [[móbergsstapi|móbergsstapar]]. Stapar eru mun hærri og reisulegri en [[dyngja|dyngjur]] sem myndast við gos á jökullausu svæði. Um 40 móbergsstapar eru á Íslandi en ekki er vitað til þess að slíkur hafi myndast undir núverandi jöklum. Eiríksjökull er stærsti stapi landsins.<ref name=AlJar></ref>
 
== Tilvísanir ==
1.505

breytingar