„Gottorp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ýmsum frekari fróðleik bætt við.
Lína 1:
'''Gottorp''' er [[eyðibýli]] við vestanvert [[Hóp|Hópið]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]], rétt vestan við ósa [[Víðidalsá]]r. [[Lárus Gottrup|Lauritz Gottrup]] lögmaður á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] stofnaði býlið út úr jörðinni Ásbjarnarnesi, á rústum gamals eyðibýlis sem hét Þórdísarstaðir, rétt fyrir aldamótin 1800 og lét býlið heita ''Gottrup'' í höfuðið á eigandanum.
Á jörðinni er fagurt um að litast niður við Hópið þar sem Skollanes gengur norður í vatnið. Stapi er um 60 metra hár klettur sem staðsettur er á miðri jörðinni og sést víða að. Síðasti heimagrafreitur á íslandi er staðsettur við kerlingarsíki, þar sem Blesi Ásgeirs frá Gottorp er heigður, en Ásgeir heigði hestinn þar sem hann stóð og horfði yfir til æskustöðvanna í Vatnsdalnum. Síðar voru hjónin frá Gottorp einnig jarðsett þarna á sama stað og er steypt hýsi yfir gröf þeirra hjóna.
 
Síðari hluta 19. aldar áttu þeir Þingeyrarfeðgar Ásgeir Einarsson, alþingismaður og síðar sonur hans, hinn kunni hesta- vísna- kvenna- og vínmaður Jón Ásgeirsson Gottorp, ásamt fleiri jörðum við Húnafjörð og vötnin þar (Þingeyrar, Leysingastaði, Geirastaði, Sigríðarstaði, Ásbjarnarnes og Gottorp).
 
Á fyrri hluta 20. aldar bjó í Gottorp [[rithöfundur|rithöfundurinn]] og hestamaðurinn [[Ásgeir Jónsson frá Gottorp|Ásgeir Jónsson]] sonar Jóns frá Þingeyrum, sem jafnan er kenndur við staðinn, en hann skrifaði bækurnar ''Horfnir góðhestar'', I og II bindi ''Forystufé'' og ''Samskipti manns og hests'' eftir miðja öldina. Kona hans var Ingibjörg Björnsdóttir.
 
Um miðja 20 öldina eignaðist bróðursonur Ásgeirs, Steinþór Ásgeirsson, verktaki í Reykjavík, jörðina og rak þar hrossabú um áratugaskeið, en bjó þar ekki sjálfur.