„Krýsuvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bde~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bde~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''[[Krýsuvík]]''', oft einnig ritað '''Krísuvík''' en Krýsuvík virðist vera eldra, er fornt [[höfuðból]] sunnan við [[Kleifarvatn]] sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðarbæjar]]. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn [[Grænavatn (sprengigígur)|Grænavatn]], leirhverina við [[Seltún]] og [[Kleifarvatn]]. Og síðast en ekki síst [[Krýsuvíkurbjarg]] sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða.
 
== Jarðhitasvæði KrísuvíkurKrýsuvíkur ==
 
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru [[Seltún]], [[Hverahvammur]], [[Hverhlíð]], [[Austurengjar]], [[Kleifarvatn|suðurhluti Kleifarvatns]] og [[Sveifla]] undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.