„Margrét Pála Ólafsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Æviágrip ==
Hún er uppalin á Hólsfjöllum og síðar á [[Akureyri]]. Foreldrar hennar voru Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen húsmóðir og Ólafur Þorsteinn Stefánsson, bóndi og verkamaður. Margrét útskrifaðist frá [[Fósturskóli Íslands|Fósturskóla Íslands]] árið [[1981]] en hafði þá um tíma starfað á [[Leikskóli|leikskóla]] sem ófagmenntaður starfsmaður auk þess að hafa haft afskipti af stjórnmálum. Nýútskrifuð tók hún til starfa á Hagaborg en [[1982]] gerðist hún leikskólastjóri í [[Steinahlíð]] þar sem grunnatriði þeirrar uppeldisstefnu sem síðar varð Hjallastefnan tóku að þróast. Eftir að Margrét hætti störfum í Steinahlíð árið [[1987]] starfaði hún um eins árs bil við Dagvistarráðgjöfina sem var sjálfstætt rekið ráðgjafarfyrirtæki. Árið [[1989]] var Margrét ráðin leikskólastjóri á nýjan leikskóla í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]], Garðavelli, sem fljótlega fékk gælunafnið Hjalli. Á Hjalla tók Margrét ásamt starfsfólki til við að móta nýstárlega starfshætti s.s. að skipta börnum á deildir eftir kyni, að nota náttúrulegt leikefni í stað hefðbundinna leikfanga og að leggja áherslu á aga og jákvæðni í samskiptum. Þóttu þessir nýju starfshættir ögrandi og stóð talsverður styrr um leikskólann fyrsta starfsárið en hin síðari ár hefur Hjallastefnan verið að ryðja sér æ meir til rúms bæði á Íslandi og í öðrum löndum og eru nú 14 leik- og grunnskólar hér á landi sem nota Hjallastefnuna að hluta til eða í heild. Árið [[1996]] útskrifaðist Margrét Pála frá framhaldsdeild Fósturskóla Íslands með [[B.Ed.]]-gráðu í stjórnun, árið [[2000]] lauk hún meistaragráðu í uppeldis- og menntafræði frá [[Kennaraháskóli Íslands|Kennaraháskóla Íslands]] og árið [[2011]] lauk hún MBA gráðu frá [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólanum í Reykjavík]]. Margrét Pála stofnaði árið [[2000]] fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. sem rekur nú þrettán leik- og [[Grunnskóli|grunnskóla]] á grunni þjónustusamninga við sveitarfélög. Margrét Pála hlaut árið [[1997]] Jafnréttisverðlaun jafnréttisráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna. Hún hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum meðal annars [[Hin íslenska fálkaorða|hina íslensku fálkaorðu]].
 
== Ritverk ==