„Rob-Vel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
== Höfundur Svals ==
Árið [[1938]] hóf [[Belgía|belgíski]] útgefandinn Dupuis útgáfu á [[Teiknimyndablaðið Svalur|nýju teiknimyndablaði]] og fól hann Rob-Vel að búa til titilpersónu. Rob-Vel, sem hafði á táningsárum starfað sem lyftuvörður á hóteli, skapaði tápmikla hótelstarfsmanninn Sval. Síðar bjó hann til gæluíkornann [[Svalur_og_Valur# P.C3.A9si|Pésa]], sem fylgt hefur Sval líkt og lyftuvarðarbúningurinn í bókaflokknum um [[Svalur og Valur|Sval og Val]].
 
Þegar [[Síðari heimsstyrjöldin]] braust út var Rob-Vel kvaddur í herinn og særðist. Eiginkona hans Davine tók þá við ritun sagnanna um tíma. Vegna stríðsins reyndist örðugt að senda teiknimyndasögur frá [[París]] til útgefandans í [[Brussel]]. Ákvað Rob-Vel því að selja höfundarréttinn að persónunni til Dupuis, sem fól teiknaranum Jijé að halda verkinu áfram.