Munur á milli breytinga „Heinrich Himmler“

 
== Helförin ==
Árið 1941 fyrirskipaði Adolf Hitler með samráði Himmlers og annara háttsettra nasistaforingja algjöra útrýmingju gyðinga. Þetta kölluðu þeir lokalausnina. Fyrir það höfðu gyðingar verið einangraðir í sérstökum hverfum og auðkenndir með því að bera gula stjörnu. Fjöldamargir gyðingar höfðu einnig verið látnir vinna nauðungarvinnu. Alls höfðu um tólf milljónir fanga starfað hjá þýskum iðnaðarfyrirtækjum. SS-sveitirnar undir forustu Himmler ráku sex útrýmingarbúðir, 22 fangabúðir, 165 þrælkunarbúðir og fleiri minni búðir.<ref>Dr Berndl, Klaus ofl, bls 520-521.</ref> Gyðingum var smalað saman, jafnvel látnir grafa sínar eigin grafir, pyntaðir og myrtir.<ref>Dr Berndl, Klaus o.fl., bls 513.</ref> Gyðingar sem létust af völdum helfararinnar voru um 6sex milljónir. Sígaunar, geðsjúkir, vangefnir og samkynhneigðir urðu einnig fyrir barðinu á helför nasista. Tala látinna úr þeirra hópi var að minnsta kosti 500.000 þúsund.<ref>Rees, Laurence, bls 238.</ref>
 
Himmler hrinti í framkvæmd útrýmingaraðferð sem fólst í að dæla gasi inn í sér til gerða klefa. Þetta gerði hann til þess að létta sálarbyrði SS-manna og þurfa ekki að skjóta fólk beint með byssum. Þessi aðferð varð til þess að mjög margir SS-manna sem voru í útrýmingarbúðunum í Auschwitz sluppu við réttarhöld og refsingu eftir stríðið.<ref>Rees, Laurence, bls 239.</ref>
 
== Örlög ==