„Krýsuvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 15:
 
== Uppruni nafnsins ==
Sagt er frá í [[þjóðsaga|þjóðsögu]] að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landmerki við nágrannakonu sína, Herdísi í [[Herdísarvík]]. Þær töldu sig báðar vera beittar órétti og ákváðu að skera úr í deilimáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Þær komu saman um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna þar sem þær mættust. Þegar þær mættust síðan á [[Deildarháls|Deildarhálsi]] taldi Krýs að HeiðdísHerdís hefði lagt fyrr af stað en samið var um. Þær tóku að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði á Krýsuvík að allur silingur í Kleifarvatni skyldi verða að [[loðsilungur|loðsilungi]] en Krýs mælti svo fyrir að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í [[Herdísarvíkurtjörn]]. Þessi saga um landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í hinum ýmsu myndum.
 
== Heimild ==