„Henry Ford“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
== Ford á spjöld sögunnar ==
Þann 10. október árið 1901 tókst Ford að hanna ódýran, kraftmikinn og lítinn bíl og skoraði hann þá á Alexander Winton, sem þá hafði smíðað öflugasta bílinn sem þá var til, í kappakstur. Fólk hafði ekki mikla trú á þessum bíl sem Ford var á vegna þess hversu lítill hann var. En Ford sigraði þessa keppni og kom sér þannig fram í sviðsljósið. Á þessum tíma komu upp á sjónarmiðið margir bílar sem eru þekktir í dag eins og Oldsmobile, Auburn, Cadillac og Studebaker.<ref>Amundsen. bls. 44-53.</ref><ref>Ford Racing: "story of henry Ford, His 1901 Racer.</ref>
Árið 1903 lýstu 27 keppinautar Fords því yfir að þeir skildu stöðva öll viðskipti við þá bílaframleiðendur sem ekki voru í þeirra félagi. Þeir buðu Ford strax að vera með en hann afþakkaði það þar sem að þeirra markmið var að hanna dýra og hraðskreiða bíla. Þeir höfðu ekki áhuga á að hanna bíl fyrir almenning. Ford barðist drengilega gegn þessum mönnum og auglýsti það að hann ætlaði sér að bæta heimsmetið í kappakstri. Hann smíðaði bíl sem var lítill og mjög hraðskreiður. Þann 12. janúar árið 1904 fór hann svo og keppti og bætti heimsmetið en þá ók hann á 147 km/klst.<ref>Amundsen. 1969: bls. 62-70.</ref>
Árið 1909 var Ford kominn í fararbrodd og hafði náð að hanna bíltegund sem kölluð er Módel T. Þessi bílategund var eins og hann hafði hugsað sér, ódýr fyrir fjölskyldur, hraðskreiður og varð fljótt metsölubíll í Bandaríkjunum.<ref>Ásgeir Jónsson. bls. 25-28.</ref>