Munur á milli breytinga „Heinrich Himmler“

ekkert breytingarágrip
 
== Yngri ár ==
Heinrich Himmler var fæddur 7. október 1900 í Munich í Þýskalandi. Hann var alinn upp í strangtrúaðaristrangtrúaðri kaþólskri fjölskyldu af millistétt.<ref> Hook, Alex, bls 80-81.</ref> Faðir hans hét Joseph Gebhard Himmler og var skólastjóri í menntaskóla. Móðir hans hét Anna Maria Himmler. Hann átti einn yngri bróðir að nafni Ernst Hermann Himmler og annan eldri Gebhard Ludwig Himmler. Faðir Heinrich Himmler hafði verið einkakennari margra barna úr valdamiklum fjölskyldum í Þýskalandi. Þessi áhrifaríku sambönd urðu til þess að prins Heinrich af Bavaríu var guðfaðir Heinrich Himmler og hét hann í höfuðið á honum.
Heinrich Himmler var full ungur til þess að ganga í her Þýskalands sem barðist í fyrri heimstyrjöldinni en lagði sitt af mörkum með því að aðstoða lögreglusveitir. Aðal áhugamál Heinrich Himmler var landbúnaður. Hann vann á bóndabýli í stuttan tíma þegar hann var búin með grunnnám en eftir það fór hann í tækniháskólann í Munich og lærði þar búfræði. Á þessum tíma kviknaði stjórnmálaáhugi Himmlers.
Himmler gekk í nasistaflokkinn undir stjórn Adolfs Hitler. Áhrifamikill maður innan nasistaflokksins að nafni Gregor Strasser réð Himmler sem aðstoðamann sinn til að byrja með. Það starf fól aðalega í sér að sjá um skrifstofustarfsemi og áróðursherferðir. Skipulagshæfileikar Himmler leyndu sér ekki og stjórnaði hann fljótlega SS sveitunum í suður Bavaríu. Himmler hélt áfram að klifra metorðastigann og í janúar árið 1926 útnefndi Adolf Hitler hann foringja SS-sveitanna
Óskráður notandi