„Einhamar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
heimildir
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''EinahamarEinhamar''' er klettur í [[Geirþjófsfjörður|Geirþjófsfirði]] sem frægur er úr [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]]. Kletturinn stendur í sunnanverðri fjallshlíðinni í landi Langabotns og er nú allhár [[birki|birkiskógur]] allt í kringum hann. Frásagan í Gísla sögu er mikil hetjufrásögn þó með öllu sé óvíst um sannleiksgildi né samræmi milli nafngifta sögusviðs og nútíma. Eftir að andstæðingar Gísla fundu fylgsni hans í skóginum á hann að hafa hlaupið upp á hamar nokkur sem nefndur er Einhamar. Klettur sá er nú er svo nefndur er allhár og þverhníptur að framanverðu en nokkuð flatur að ofan, enda varði Gísli sig þar frábærlega samkvæmt sögunni og varð átta manna bani áður enn hann féll sjálfur. Segir svo frá í sögunni:
{{tilvitnun2|Og er minnst er vonin vinst Gísli við og hleypur upp á hamar þann er heitir Einhamar og af kleifunum. Þar snýst Gísli við og verst. Þetta kom þeim að óvörum; þykir þeim nú mjög óhægjast sitt mál, mennirnir dauðir fjórir en þeir sárir og móðir. Verður nú hvíld á aðsókninni. Þá eggjar Eyjólfur menn sína allfast og heitir þeim miklum fríðindum ef þeir næðu Gísla. Eyjólfur hafði einvala lið með sér að hreysti og harðfengi.