„Kræklingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
 
== Líffæri ==
[[Mynd:Blue-mussel.svg|thumb|500pxleft|350px|Skýringarmynd af líffærum kræklings]]
[[Möttull]] klæðir skeljarnar að innan og stjórnar inn og útstreymi vatns í möttulholið, dælir sjó gegnum [[tálkn]]in og gefur frá sér kalk til að mynda og gera við skel. Kræklingur sem er 50-55 mm langur dælir 4 lítrum af sjó á klukkustund. Í möttulinn safnast [[forðanæring]] og í honum eru [[kynkirtill|kynkirtlar]]. Tálknin liggja undir möttlinum, þau sjá um öndun og sía fæðu úr sjónum sem fer í gegnum þau. Kræklingur hefur tvo samdráttarvöðva og er hlutverk þeirra að opna og loka skeljunum og halda þeim lokuðum. Hreyfitæki kræklinga er fóturinn. Hann er yfirleitt dökkbrúnn. Víð fótinn eru kirtlar sem framleiða [[spunaþráður|spunaþræði]] sem dýrið notar til að festa sig við fast undirlag eða við hvort annað. Kræklingur er sérkynja, kvendýrin má þekkja á því að þau hafa appelsínugula kynkirtla en kynkirtlar karldýra eru rjómagulir.