„Selfoss“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: ja:セールフォス
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
==== Ölfusárbrú ====
{{Aðalgrein|Ölfusárbrú}}
Á [[Alþingi|þinginu]] [[1879]] var veitt 100 þúsund krónum til brúargerðar á [[Þjórsá]] og Ölfusá. [[Tryggvi Gunnarsson]] bauð í og fékk verkið. Með honum var [[Vaughan & Dymond]]-málmsmíðafyrirtækið í [[Newcastle onupon Tyne]]. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.
 
[[1889]] fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og uppsteypu stöplanna lauk á [[Höfuðdagur|höfuðdag]] [[1890]]. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað "Brohús" en gengur nú undir nafninu [[Tryggvaskáli]].
Lína 20:
Þann [[15. júní]] [[1891]] hófst brúarsmíðin af alvöru og var brúin síðan vígð [[8. september]] [[1891]]. Margir sóttu Selfoss heim, meðal annars frá Eyrarbakka og jafnvel austan yfir Þjórsá. [[Magnús Stephensen]] [[landshöfðingi]] flutti tölu og að lokum var [[Brúardrápa Hannesar Hafstein]] flutt.
 
Árið [[1944]] kom [[mjólkurbíll]] frá [[Reykjavík]] með annan í togi og þoldi brúin ekki þyngdina svo annar [[brúarstrengur]]inn slitnaði. Brúin hékk á brúarstrengjunum vestanmegin og var síðar hífð upp og gert við hana til bráðabirgða. Úr járnbitum brúarinnar gömlu var seinna smíðað burðarvirkið undir hringsvið Þjóðleikhússins, og stendur það enn.
 
Farið var að byggja nýja brú við hlið þeirrar gömlu og sú gamla loks rifin. Nýja brúin, sem enn þjónar sínum tilgangi, var tekin í notkun [[22. desember]] [[1945]]. Er hún 84 metra löng milli [[stöpull|stöpla]].