Munur á milli breytinga „Landsdómur“

m (r2.6.4) (Vélmenni: Bæti við: no:Landsdómur)
 
== Í kjölfar bankahrunsins ==
Í kjölfar [[bankahrunið á Íslandi|bankahrunsins]] á Íslandi haustið 2008 var skipuð [[rannsóknarnefnd Alþingis]] sem með niðurstöðum sínum sem birtar voru í apríl 2010 komst að því að íslenskir ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda hrunsins. Meirihluti [[Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis|þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis]] komst að þeirri niðurstöðu þann [[11. september]] [[2010]] að kæra bæri fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. 28. september samþykkti Alþingi að ákærakæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en aðra ráðherra ekki. Þeir voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Ákæruatriði Saksóknara Alþingis á hendur Geir Haarde hefst með orðunum „fyrir brot framin ásetningi eða stórkostlegt hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra“ <ref>[http://www.sakal.is/media/skjol/Akaera-10.5.2011.pdf Ákæra Saksóknara Alþingis á hendur Geir Haarde, Reykjavík 10.mai 2011, Sigríður J. Friðjónsdóttir]</ref>
 
Í ljósi þess að Landsdómur hefur ekki áður verið kallaður saman og engum fordæmum til að dreifa er margt óljóst varðandi áframhaldið. [[Vilhjálmur Egilsson]], formaður [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]], hefur til að mynda áhyggjur af því að sakfelling hefði það í för með sér að íslenska ríkið yrði skaðabótaskylt gagnvart kröfuhöfum föllnu bankanna sem gæti leitt til [[þjóðargjaldþrot]]s.<ref>[http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4931/ Þriðja hrunið?], pistill eftir Vilhjálm Egilsson</ref>
Óskráður notandi