„Vatnsból“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Ný síða: '''Vatnsból''' er staður þar sem vatn er tekið til neyslu eða annarrar nýtingar. Vatnsbólum má skipta í tvo flokka, náttúruleg og manngerð. Náttúruleg eru þau vatnsb...
 
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vatnsból''' er staður þar sem [[vatn]] er tekið til neyslu eða annarrar nýtingar. Vatnsbólum má skipta í tvo flokka, náttúruleg og manngerð. Náttúruleg eru þau vatnsból sem eru í lindum þar sem [[grunnvatnsborð]] sker yfirborð lands vegna þétt lags eða sprungna í berggrunni. Dæmi um náttúruleg vatnsból eru [[lind]]ir, gjár og yfirborðsvatn til dæmis [[Á (landform)|á]], [[lækur]] eða [[stöðuvatn]] þangað sem menn og dýr venja komur sínar til að fá sér vatn). Manngerð vatnsból eru [[borhola|borholur]] og [[brunnur|brunnar]] þar sem vatn kemur ekki sjálfkrafa upp til yfirborðs heldur þarf að grafa eða bora niður í vatnsgæf lög. [[Vatnshreinsistöð]]var teljast til manngerðra vatnsbóla.
 
Engar ákveðnar gæðakröfur eru gerðar til vatns í vatnsbólum enda eru sum vatnsból hugsuð fyrir [[iðnaðarvatn]] eða [[kælivatn]] en ekki fyrir [[neysluvatn]]. Í vatnsbólum fyrir [[vatnsveita|vatnsveitur]] sveitarfélaga eða byggðarlaga eru hins vegar gerðar kröfur um að vatnið standist gæðakröfur sem gerðar eru til neysluvatns.