„Hồ Chí Minh-borg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bensov (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Bensov (spjall | framlög)
Lína 17:
Frakkar gerðu suðurhluta landsins að sérstakri nýlendu árið 1945 með Saigon að höfuðborg, en það skipulag viðhöfðu þeir einnig 100 árum fyrr. Margir borgarbúar sem og aðrir Suður-Víetnamar börðust áfram gegn Franskri hersetu í landinu.
 
Árið [[1954]] voru Kínverjar hraktir frá norðurhlutanum og hlaut Norður-Víetnam þar með sjálfstæði. Frakkar voru sigraðir við Điện Biên Phủ og yfirgáfu landið. [[kommúnismi|Kommúnistar]] mynduðu stjórn í Hanoi og áætlað var að kosningar yrðu haldnar tveimur árum síðar til að kjósa um sameiningu landsins. Stjórnin í Saigon undir forsæti [[Ngô Đình Diệm|Ngo Dinh Diem]] neitaði hins vegar að halda umræddar kosningar. Hann naut stuðnings [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] sem vildu ekki að kommúnistar næðu völdum í öllu landinu.
 
Ho Chi Minh var tilbúinn að ráðast á Suður-Víetnam færi svo að kosningarnar færu ekki á þann veg að sameining yrði. Í suðri voru kommúnistar og aðrir stjórnarandstæðingar ofsóttir; þeir handteknir eða teknir af lífi.