„Hồ Chí Minh-borg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Bensov (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 13:
Svæðið í kring um Ho Chi Minh borg er mjög ákjósanlegt til jarðræktar, en stórfljótið [[Mekong]] rennur þarna til sjávar. Af þessari ástæðu hefur landbúnaður verið mikilvægur fyrir uppbyggingu borgarinnar, en einnig voru viðskipti og handverksala stunduð á þessum tíma.
 
Á fyrri hluta [[20.öld|20. aldar]] var vald Frakka á nýlendum sínum farið að minnka. Auknar skærur og uppreisnir gerðu þeim erfitt fyrir, sérstaklega á tímum [[heimsstyrjöld|heimsstyrjaldanna]] tveggja. Víetnamskir sjálfstæðissinnar undir forystu [[Ho Chi Minh]] náðu valdi yfir landinu í [[Ágústbyltingin|Ágústbyltingunni]], en urðu fyrir það miklum skakkaföllum vegna ólæsis flestra íbúanna, hungursneyðar og innrása að stjórn þeirra hélt ekki lengi. Samt sem áður er Ágústbyltingin talin mikilvægt skref í sjálfstæðisbaráttu landsins. [[Kína|Kínverjar]] réðust inn í landið úr norðri og [[Bretland|Bretar]] úr suðri, en þeir voru á höttunum eftir [[Japan|japönskum]] uppgjafarhermönnum. Bretar aðstoðuðu Frakka síðan við að hertaka landið aftur. Innrásaherir þessir steyptu byltingarstjórninni af stóli, en þeim hafði verið meinilla við hana frá því hún náði völdum.
 
Frakkar gerðu suðurhluta landsins að sérstakri nýlendu árið 1945 með Saigon að höfuðborg, en það skipulag viðhöfðu þeir einnig 100 árum fyrr. Margir borgarbúar sem og aðrir Suður-Víetnamar börðust áfram gegn Franskri hersetu í landinu.
Lína 25:
Herstjórar í Saigon áttu í sífellt meiri erfiðleikum með að hafa stjórn á skemmdarverkamönnum og stjórnarandstæðingum og kom að því að Bandaríkjamenn fóru að hafa mikil bein afskipti af stjórn Suður-Víetnam. Auknar skærur milli stuðningsmanna kommúnista og Bandaríkjamanna leiddu af sér Víetnamstríðið.
 
Eftir að Norður-Víetnamar náðu öllu landinu á sitt vald voru löndin tvö sameinuð í eitt, og Hanoi gerð höfuðborg. Nafni Saigon var breytt í Ho Chi Minh borg í höfuðið á stjórnmálananninumstjórnmálamanninum sem hafði verið hvað mest í framlínunni í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins.
 
==Heimildir==