„Kolmunni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: eu:Bakalada
Lína 19:
 
== Lýsing ==
Kolmunni er [[uppsjávarfiskur]] af þorskaætt. Hann er fremur smávaxinn, rennilegur, lang- og grannvaxinn. Gotraufin er mjög framarlega á stuttum bolnum, en styrtlan er löng og sterk. Hausinn er meðalstór, augu fremur stór og munnurinn í meðallagi. Fiskurinn er yfirmynntur og hefur engan hökuþráð. Bakuggar eru þrír og raufaruggar tveir. Kviðuggar kynjanna eru ólíkir þar sem uggar hængsins hafa mun lengri ytri geisla. Eru þeir fremur smáir og staðsettir nokkuð framan við eyruggana sem eru í meðallagi stórir. Sporðurinn er sýldur og hvasshyrndur, hreistrið er frekar stórt og þunnt. Kolmunninn er silfurgrár á baki, hliðum og á kvið. Mógrá rákin er hátt uppi á bolnum og aðeins sveigð niður aftan til á móts við aftasta bakugga. Munnur hans er svartur að innan og dregur hann nafn sitt af því.<ref name=sveinn>Sveinn Sveinbjörnsson (1998). ''Lífríki sjávar: Kolmunni''. Reykjavík: Námsgagnastofnun og Hafrannsóknarstofnunin.</ref>
 
== Heimkynni ==