„Georgísk skrifletur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Georgian Alphabet Georgia Sample.png|thumb|300px|]]
'''Georgíska stafrófið''' ([[georgíska]]: ქართული დამწერლობა [kartuli damts'erloba], sem þýðir bókstaflega „georgískt letur“) er það [[stafróf]] sem notað er nú í dag til þess að skrifa [[georgíska|georgísku]] og nokkur önnur mál í suðurhluta Kákasus. Stafrófið heitir Mkhedruli (მხედრული, „riddaramennska“ eða „hernaður“) og er þriðja georgíska stafrófið sem tekið er í notkun.
 
Georgíska stafrófið var búin til af Georgíu konungs Parnavaz I. Iberia í 284 f.Kr..
 
Georgíska hefur verið rituð með þremur mismunandi stafrófum í gegnum tíðina en saga ritaðs máls í Georgíu hófst á 4-5 öld. Georgía tók upp [[kristni]] árið [[330]] og átti það sinn þátt í að fyrsta stafrófið leit dagsins ljós. Það stafróf heitir asomtavruli (ასომთავრული,„hástafir“) orðið kemur frá aso (ასო, „stafur“, „gerð“) og mtavari (მთავარი, „aðal“, „megin“, „helstu“, „höfuð“). Þetta stafróf gengur einnig undir nafninu mrgvlovani (მრგვლოვანი, „hringlaga“) orðið er skylt orðinu mrgvali (მრგვალი, „hringur“).