„Menntaskólinn við Hamrahlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Krull (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Krull (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
 
==Námsbrautir==
'''<big></big>Náttúrufræðibraut'''
 
Náttúrufræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í raunvísindum (s.s. [[líffræði]], [[jarðfræði]], [[efnafræði]] og [[eðlisfræði]]), [[stærðfræði]] og [[verkfræði]]. Brautin veitir m.a. undirstöðuþekkingu í náttúruvísindum og er góður undirbúningur undir nám í heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.
 
 
'''Félagsfræðibraut'''
 
Félagsfræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði [[Félagsvísindi|félagsvísinda]]. Brautin er heppilegur undirbúningur undir margs konar nám í háskóla að undanskildum raunvísindum og verkfræði.
 
 
'''Málabraut'''
 
Málabraut veitir m.a. staðgóða þekkingu á [[enska|ensku]] og tveimur öðrum nútímamálum samkvæmt vali skólans og nemandans. Brautin er góður undirbúningur hvers konar málanáms á háskólastigi. Námið hentar sem undirbúningur háskólanáms þar sem reynir á kunnáttu í ensku eða öðrum nútímamálum, svo sem náms í ýmsum greinum félagsvísinda, [[heimspeki]], [[bókmenntafræði]] og [[málfræði]].
 
 
'''Listdansbraut'''
 
Nám á listdansbraut er góður grunnur að framhaldsnámi í listdansi. Einnig nýst námið sem undirbúningur fyrir fjölmargt annað nám á háskólastigi. Danshluti námsins fer fram utan við MH. Nemandi því bæði bóklegt og verklegt nám samtímis. Nemandi velur annaðhvort klassískan listdans eða nútímalistdans.
 
 
'''IB'''
 
IB er krefjandi bóklegt nám sem lýkur með samræmdu prófi. Námið veitir svipuð réttindi til framhaldsnáms og íslenskt stúdentspróf. Námið tekur tvö ár að loknu undirbúningsári í framhaldsskóla og kennt er á ensku.
 
 
'''Sérnámsbraut'''
 
Sérnámsbraut skólans er fyrir þá nemendur sem notið hafa sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Nemendum er að miklu leyti kennt í sérdeild en mikið er lagt upp úr að brautin sé hluti af skólaheildinni. Kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling og er hún unnin út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt upplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu þeirra í námi og þroska. Kenndar eru 20 klukkustundir á viku þ.e. 30 kennslustundir. Nemendum býðst að stunda nám í fjögur ár og útskrifast þau með lokaskírteini um námsferil sinn frá sérnámsbraut.
 
==Áfangakerfi==
Áfangakerfi var tekið upp í MH árið 1972. Með áfangakerfi fær nemandi aukið frelsi, þar sem hann getur stjórnað sínu námi og námshraða nokkurnvegin sjálfur.
 
Áfangi kallast skilgreint námsefni í tiltekinni grein í eina önn. Við lok annar eru þreytt próf í námsefninu eða einkunn byggð á símati yfir önnina og hlýtur þá nemandi, sem staðist hefur áfangann með tilskildum árangri, ákveðinn einingafjölda fyrir (venjulega 3 einingar).
 
Til að öðlast stúdentspróf frá MH þarf nemandi að ljúka 140 námseiningum af einhverri bóknámsbrautanna. Námið á hverri braut skiptist í kjarna, kjörsvið og frjálst val. Námið í kjarna er að miklu leyti sameiginlegt fyrir allar brautirnar. Nám á kjörsviði nemur samtals 30 einingum og felur í sér sérhæfingu á viðkomandi námssviði í samræmi við lokamarkmið brautarinnar. Frjálsa valið er 12 einingar og gefur það nemanda möguleika á að kynna sér nýjar námsgreinar eða dýpka kjörsvið sitt.
 
==Kórinn==
Lína 40 ⟶ 74:
 
 
'''Lagningadagaráð'''
'''<big>Lagningardagaráð</big>'''
 
Lagningardagar eru þemadagar sem haldnir eru í byrjun febrúar ár hvert. Lagningardagaráð sér um og skipuleggur lagningardaga.
 
 
'''<big>Óðríkur Algaula</big>'''
 
Óðríkur Algaula er lagasmíðakeppni NFMH sem haldin er á haustönn. Ráðið sér einnig um að halda söngkeppni skólans á vorin.
 
 
'''<big>Mímisbrunnur</big>'''
 
Mímisbrunnur er tengiliður nemendafélagsins við [[Gettu betur]], spurningakeppni framhaldsskólanna. Mímisbrunnur stendur fyrir innanskólaspurningakeppni á vorönn.
 
 
'''Íþróttaráð'''
'''<big>Íþróttafélag</big>'''
 
Íþróttaráð heldur skipulagt íþróttamót á hverri vorönn, Hlíðakapp. Ráðið sér um HM-Kvennó daginn.
 
 
'''<big>Leikfélag</big>'''
 
Leikfélagið stendur fyrir leiklistarnámskeiðum og ýmiskonar uppákomum. Leikfélagið setur upp leiksýningu ár hvert. Leikfélag MH hefur lengi verið þekkt fyrir gott og metnaðarfullt starf.
 
 
'''<big>Listafélag</big>'''
 
Listafélagið stendur fyrir ýmiskonar viðburðum innan skólans, skipulagningu tónleika, myndlistarsýninga og kvikmyndasýninga.
 
 
'''<big>Málfundafélag</big>'''
 
Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum NFMH. Það heldur ræðunámskeið á hverju skólaári. Málfundafélagið er tengiliður nemendafélagsins við [[Morfís]]. Einnig heldur félagið innanskólaræðukeppnina, M.O.R.T.A.R..
 
 
'''<big>Skólablöð</big>'''
 
Tvenn skólablöð eru gefin út á vegum nemendafélagsins, Beneventum og Fréttapési. Beneventum er gefið er út einu sinni á önn en Fréttapési kemur út mánaðarlega.