„Þóra Pétursdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þóra Pétursdóttir''' (f. [[3. október]] [[1847]], d. [[22. mars]] [[1917]]) var dóttir [[Pétur Pétursson|Péturs Péturssonar]] [[Biskup Íslands|biskups Íslands]] 1866-1899 og eins auðugasta manns landsins. Hún giftist [[Þorvaldur Thoroddsen|Þorvaldi Thoroddsen]], náttúrufræðingi árið [[1887]] og þau eignuðust eina dóttur ári seinna sem dó aðeins fjórtán ára gömul. Þóra Pétursdóttir var ein af fyrstu íslensku konunum sem fengust við [[myndlist]].<ref>Hrafnhildur Schram: ''Huldukonur í íslenskri myndlist'', Rvík 2005.</ref> Þóra var einnig mikil áhugamanneskja um [[íslenskar hannyrðir]] og vann að bók um þær. Hún fékk greinar birtar víða, meðal annars í [[Kvennablaðið|Kvennablaðinu]] sem ritstýrt var af [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríeti Bjarnhéðinsdóttur]].
 
Ævisaga Þóru, ''[[Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar]]'' eftir [[Sigrún Pálsdóttir|Sigrúnu Pálsdóttur]], sagnfræðing, kom út [[2010]]. Bókin er meðal annars byggð á dagbókum og bréfa- og skjalasöfnum Þóru. Bókin fékk hún mjög góða dóma og var tilnefnd til [[íslensku bókmenntaverðlaunin|íslensku bókmenntaverðlaunanna]].<ref>[http://www.forlagid.is/?p=571776 Þóra biskups og raunir íslenskrar ...]</ref>
 
== Tilvísanir ==