„Ludwik Fleck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Verund (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Verund (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingerning}}
== Æviágrip ==
'''Ludwik Fleck''' (f. [[11. júlí]], [[1896]], d.- [[5. júní]], [[1961]]) öðlaðist læknisgráðu fyrir rannsóknir sínar á [[Mislingar|mislingum]] við [[Háskólinn í Lvov|Háskólann í Lvov]] og sérhæfði sig í [[Örverufræði|örverufræði]] í [[Vínarborg|Vín]] en átti einnig eftir að láta að sér kveða á öðru sviðum vísindanna, [[Vísindaheimspeki|vísindaheimspekinni]]. Hann birti yfir 130 greinar um hin ýmsu efni í [[Læknisfræði|læknisfræði]] og þar að auki þróaði hann [[bólusetning|bólusetningu]] gegn mislingum á meðan [[Pólland]] var hernumið af Þjóðverjum. Hann var sendur í útrýmingarbúðirnar Auschwitz og Buchenwald í tvö ár meðan á [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöldinni]] stóð. Eftir stríð var hann virkur á sviði vísindanna og flutti frá Póllandi til Ísrael, þar sem hann lést árið 1961<ref>http://fleck.umcs.lublin.pl/teksty.sady.introduction.htm</ref>.
 
Fleck kom með upphaflegu kenninguna um hugsunarstíl (e. thought styles) og samansafn hugmynda (e. thought collectives) sem hann gaf út á þýsku árið 1935 í bókinni ''Entstehung und Entwicklung einer wissenschaftlichen Tatsache: Einfuehrung in die Lehre vom Denkstil und Denkkollektiv'', sem fjallaði um uppruna vísindalegra staðreynda. Þetta varð hans eina bók í í vísindaheimspeki og fyrst um sinn fékk kenning hans lítinn hljómgrunn meðal vísindaheimspekinga<ref>http://www.whatislife.com/reviews/fleck.htm</ref> <ref>http://fleck.umcs.lublin.pl/teksty.sady.introduction.htm</ref>.