„Ólífa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ólífa
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 14:
|binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]]
}}
'''Ólífa''' er ávöxtur '''ólífutrésins''' ([[fræðiheiti]]: ''Olea europaea'') sem er lítið sígrænt tré af [[smjörviðarætt]] með náttúruleg heimkynni við [[Miðjarðarhafið]] og inn af [[Botn Miðjarðarhafs|botni Miðjarðarhafs]] austur til [[Kaspíahaf]]s. Tréð nær sjaldan mikilli hæð en getur orðið mörg hundruð ára gamalt og er stofninn þá orðinn mjög breiður, undinn, hrjúfur og sprunginn. Laufin eru ílöng og silfurgræn á lit. Blómin eru hvít. Aldinin eru upphaflega græn en dökkna síðan og verða þá fjólublá eða svarfjólublá á lit.
 
Úr ávextinum, ólífunni, er unnin [[ólífuolía]] sem hefur gríðarmikla menningarlega og efnahagslega þýðingu fyrir Miðjarðarhafslöndin. Þar sem ferskar ólífur eru mjög beiskar á bragðið eru þær yfirleitt verkaðar með gerjun, pæklun eða sýru áður en þeirra er neytt. Til eru þúsundir yrkja ólífutrjáa sem hvert gefur ólíka ávexti með mismikið olíuinnihald.