„Hipphopp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
IngólfurD (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
IngólfurD (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Á níunda áratuginum þróaðist hipp hopp yfir í flóknari takta og lög. Á þessum tíma jókst notkun trommuheila svo sem Roland 808 og Oberheim DMX en Roland 808 er ennþá mikið notaður i dag. Mikil tækniframför á sviði tónlistar fór fram og varð þess valdandi að einfaldara var að „sampla“ lög og búa til takta. Á sama tíma þróuðust textarnir úr þvi að vera grín yfir í alvarlegri málefni, það markaði nýja stefnu innan hipp hopps. Þar var lagt meira upp úr textunum og rímum en einnig boðskapnum sem var oft mjög gagnrýninn á samfélagið og pólitíkina í því. Mikið af breytingunum er hægt að tengja við nýja kynslóð af hipp hopp listamönnum sem að fjölluðu um það sem þeir þekktu en það var hvernig það var að koma úr fátækrahverfum og hættunni sem steðjaði að ungu fólki á þessum tíma en þau notuðu oft einmitt tónlistina til að koma sér út úr þeim lífstíl. [[N.W.A]] eru taldir vera helsta ástæðan fyrir því að [[Gangsta rap]] náði vinsældum en það var með fyrstu hljóðversplötunni þeirra ''Straight Outta Compton''. Í framhaldi af því urðu textar mun óheflaðari og var það þess valdandi að fáir fengu spilun á stóru bandarísku útvarpsstöðvunum og sumum bannað að fara á tónleikaferðalög. Þrátt fyrir þetta þá varð þessi stíll af hipp hopp gríðarlega vinsæll til dæmis þá seldist Straight Outta Compton í tíu milljón eintökum einungis í Bandaríkjunum.
== 1990 ==
Á tíunda áratuginum þá varð hipp hopp mest selda tónlistarstefnan. [[ MC Hammer]] varð að nafni sem allir þekktu þegar fyrsta platan hans kom út 1990 og átti hún sinn þátt í vinsældum hipp hopps. Á svipiðum tíma þá var [[Dr. Dre]] að vinna í sinni fyrstu sóló plötu. Sú plata aðstoðaði við það að gera vesturstrandar gangsta rapp vinsælls en rspprapp austurstrandarinnar. Tónlistin sjálf breyttist mikið og byrjuðu sumir að syngja líka en ekki bara að rappa. Á þessum tíma var hálfgert stríð á milli vesturstrandarinnar og austurstrandarinnar og var vígvöllurinn helst í gegnum tónlistina þar sem að þeir stunduðu það að „dissa“ hvorn annan. Miðpunktur þessa stríð virtist vera hjá [[Notorious B.I.G]] og plötufyrirtækis hans Bad Boy Records sem að voru frá austurströndinni og svo [[Tupac Shakur]] og Death Row Records en þeir voru frá vesturströndinni. Endaði þetta með bæði dauða Notorious B.I.G og Tupac Shakur. Margir hvítir hipp hopp listamenn komu fram á tíunda áratugnum svo sem [[Eminem]] og [[Cage]]. Undir lok áratugarins þá var hipp hopp orðið stór partur af tónlistar senunni og notuðu margir aðrir listamenn hluta af hipp hoppi í sínum lögum.
 
== Miðvestur og suður Bandaríkin ==
Á meðan strandirnar tvær börðust blómstruðu önnur svæði í Bandaríkjunum svo sem mið-vestur hlutinn og suðurríkin. Frá mið-vestur Bandaríkjunum komu margir listamenn svo sem Eminem og [[Twista]]. Munurinn á miðvestur rappinu og svo austur- og vesturstrandar rappinu er að það er ekkert eitt sem að sameinar stílinn sem að þeir nota og er oft munur á milli tveggja listamanna í sömu borg sem gerir það erfitt að skilgreina eitthvað einkennandi við tónlistina sem kemur þaðan. Í suðurríkjum Bandaríkjanna var einnig mikið af hipp hopp listamönnum enn fyrstir til að verða virkilega vinsælir voru [[Geto Boys]] enn þeir komu frá Houston í Texas. Á tíunda áratugnum varð Atlanta í Georgíu ráðandi í Suðurríkja hipp hoppinu með hljómsveitum svo sem [[Outkast]] og [[Ying Yang Twins]].