„Reggí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
[[Bassi]] er mjög mikilvægur í reggí og hann ásamt trommutaktinum gerir laglínuna einstaka. Hann er stöðugur og endurtekinn út lagið og yfirleitt mjög grípandi. Bassatónninn er mjög þykkur og þungur en samt sem áður mjög einfaldur í flestum tilfellum. Taktgítarinn í reggílögum spilar grip utan takts með mjög stuttu og beittu hljóði og hljómar að hluta til eins og slagverk. Stundum er einnig slegið tvisvar á einum takti, dæmi um það er til að mynda Stir it Up með [[The Wailers]], sveit [[Bob Marleys]]. Leiðandi gítarinn setur síðan mikin stíl á lagið, og eru oft sóló spiluð með honum eða jafnvel sama laglína og bassinn spilar, sem gerir hann auðþekkjanlegri. Leiðandi gítarinn getur einnig verið notaður í stað bassa ef til þess kemur.
 
==UndirgerðiUndirgerðir==
 
Fyrsta gerð hins eiginlega reggís varð til í kringum árið 1968, og er í dag þekkt sem '''early reggae'''. Þetta er tímabilið áður en [[Rastafari]] hreyfingin varð almenn. Early reggí þróaðist út frá rocksteady með áhrifum frá [[fönk|fönki]]. Einkennin voru aðalleg hraðari taktur, háhatturinn á trommunum var mun meira notaður og orgelið hljómaði öðruvísi. Early reggí varð mjög vinsælt í [[Bretland|Bretlandi]] seint á 7. áratugnum og byrjun 8. áratugarins. Jamaískir listamenn áttu það til að spila endurgerðir af lögum frá plötufyrirtækjum eins og Motown, Stax og Atlantic Records sem gerðu þá þar af leiðandi vinsælari í Bretlandi.