„Djass“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Djass er oft kallaður "hin klassíska tónlist Bandaríkjanna" en djassinn er ein af elstu og dáðustu tónlistarstefnum sem komið hafa frá Norður Ameríku. Sögu djassins má rekja aftur á fyrri hluta 20. aldarinnar í Bandaríkjunum og hefur hann verið áberandi hluti af menningu bandarískra blökkumanna í meira en 100 ár.
Rætur djassins má rekja til Bandarísku borganna New Orleans, New York og Chicago og lifir þessi tónlistarlega hefð góðu lífi í þessum borgum enn þann dag í dag.
 
Það sem einkennir djasstónlistina er sterkur hrynjandi, dapurlegir tónar, einleikskaflar og melódíur sem eru leiknar af fingrum fram. Í gegnum sögu djassins hafa þessi einkenni verið sterkustu áhrifavaldarnir í að skapa þessa frumlegu tónlistarstefnu. Djassinn bar einnig með sér ýmsar nýjungar í tónlistarheiminn og má þar til dæmis nefna að trommusettið var uppgötvað af djasstónlistarmönnum.
 
Þau hljóðfæri sem mest eru notuð í djassi eru Saxófónn, Klarinett, Flauta, Trompet, Píanó, Gítar, Banjo, Túba, Bassi, söngur, trommusett og básúna.
Djass þróaðist út frá blöndu af blús, ragtime tónlist, lúðraflokkum, ýmsri evrópskri tónlist, spirituals og einnig óhefbundinni danstónlist sem mátti heyra á götum Storyville red-light hverfi í New Orleans í lok 19 aldarinnar. Þar má meðal annars nefna að King Oliver, kornettleikari sem Louis Armstrong leit gríðarlega mikið upp til var mikið með tónleika á þessum tímum.
 
Fyrsta tónlistarstefnan sem kalla má djass þróaðist í New Orleans. Þar þróaðist sérstakur stíll sem síðar var kallaður Dixieland. Tónlistin var saminn af mörgum litlum hópum hljóðfæraleikara sem spunnu tónanna hver fyrir sig og tvinnuðu það saman í eina heild sem náði að halda jafnvægi í tónlistarlegu flæði. Margir þessarra tónlistarmanna kunnu ekki að lesa nótur en spunnu músíkinna út frá mikilli tilfinningu samfloti við aðra meðlimi hljómsveitarinnar.
 
[[Mynd:Louis Armstrong restored.jpg|thumb|right|[[Louis Armstrong]] átti þátt í því að gera djass vinsælan um allan heim.]]
'''Djass''' ([[enska]] '''jazz''') er [[tónlistarstefna]] sem byggist mikið á [[snarstefjun]] (spuna) og ákveðinni [[hrynur (tónlist)|hrynjandi]]. Djassinn er upprunninn í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og á rætur að rekja til [[blús]]tónlistar [[blökkumaður|blökkumanna]]. [[Tónlistarskóli FÍH]] býður upp á djassnám á [[Ísland]]i.
 
== Helstu tegundir djasstónlistar ==
* [[BíboppSwing]]
Swing tónlistin (sveiflu tónlist) stóð uppúr á tuttugasta áratugnum. Á þessum tíma þá voru flestar djass hljómsveitirnar fjölmennar og notuðust við mikið af hljóðfærum. Swingið þróaðist út frá New Orleans djassinum og var kraftmikið og hressandi þar sem því fylgdi mikið af tónlistarlegum nýjungum. Swing var einnig mikil danstónlist sem fékk góð viðbrögð frá hlustendum og varð fljótt mjög vinsæl. Þrátt fyrir að Swing væri samleikstónlist þá gaf það tónlistarmönnunum einnig tækifæri til þess að spinna melódíur og prófa að taka einleik, en það gat oft á tíðum verið mjög flókið að framkvæma. Einna þekktustu Swing tónlistarmennirnir eru Louis Armstrong, Duke Ellington, Ella Fitzgerald og einnig Billie Holiday.
* [[Dixiland]]
 
* [[Djassbræðingur]]
* [[DjassrokkKlassískur djass]]
Klassískt djass varð til í New Orleans í byrjun 19 aldarinnar. Sú stefna bauð ekki eins mikið upp á það og aðrar stefnur að hljóðfæraleikararnir gætu leikið einleik. Í klassískum djass snérist tónlistin meira um það að hver leikmaður í hljómsveitinni myndi leggja sitt af mörkum í sameiginlegum hljóðfæraleik svo úr yrði margbrotin tónlist. Klassískur djass varð til útfrá lúðrasveitum sem spiluðu í samkvæmum og á dansleikjum sem áttu sér stað í lok 19. aldar og í byrjun 20. Aldar.
* [[Flauelsdjass]]
 
* [[Frjáls djass]]
* [[SkálmBebop]]
Bebop, sem stundum er kallað Bop þróaðist í byrjun fimmta áratugsins og var orðið gífurlega vinsælt um árið 1945. Megin frumkvöðlar voru saxófónleikarinn Charlie Parker og trompetleikarinn Dizzy Gillespie. Einnig má nefna trommuleikarann Max Roach og bassaleikarann Ray Brown sem voru mjög áberandi í þessari tónlistarstefnu. Fram að þessum tíma einkenndist djassinn af spuna sem átti rætur sínar að rekja í melódískum línum. Bebop einleikarar stunduðu hljóma spuna og forðuðust oft melódíuna alveg eftir fyrsta viðlagið. Þeim var þá frjálst að leika af fingrum fram svo lengi sem það passaði inn í hljóma uppbyggingu lagsins.
* [[Svalur djass]]
Ólíkt Swing tónlistinni þá skildi Bop sig snemma frá dans tónlist og varð að sjálfstæðri listgrein og rauf hugsanleg auglýsinga gildi þess. Bebop sem þótti í byrjun vera rótæk tónlistarstefna varð það grunnur fyrir allar djass nýjungar sem fylgdu á eftir.
* [[Sveifludjass]]
 
* [[Sýrudjass]]
* [[Dixieland]]
Í Blús og Ragtime tónlist ásam öðrum tónlistarstefnum var farið að notast við lúðrasveitir í byrjun þriðja áratugarins í New Orleans, Louisiana. Úr því varð til ný tegund tónlistar sem kallaðist Dixieland djass. Dixieland er einnig þekkt sem hefðbundinn djass þar sem það var fyrsta tónlistarstefnan sem hægt var að kalla djass. Þegar Dixieland djassinn fór að njóta meiri vinsæla þá breiddist hann norður frá til Chicago, New York, Kansas City og alveg til Kaliforníu.
Nafnið "Dixieland" var líklegast dregið frá djass hljómsveitinni The Original Dixieland Jazz Band, sem var hljómsveit frá New Orleans. Hún gerði fyrstu hljóðupptökuna af þessari tegund tónlistar sem var í boði fyrir almenning. Þessar hljóðupptökur voru gífurlega vinsælar og hljómsveitin hlaut alþjóðlega frægð.
Dixieland tónlist var vanalega spiluð án söngvara, tónlistin var þekkt fyrir jafnam og oft á tíðum upbeat hraða, 4/4 taktur og hrynjanda sem var í ýktum triplet sveiflu stíl.
Meðal frægra Dixieland djass listamanna má nefna trompetleikarann og söngvarinn Louis Armstrong sem er einn áhrifaríkasti djass listamaður sögunnar og píanóleikarann Jelly Roll Morton, klarinettleikarann Sidney Bechet, hljómsveitarstjórnandann og trompetleikarann King Oliver og Duke Ellington. Sumir gagnrýnendur hafa reyndar haldið því fram að tónlist Duke Ellingtons hafi ekki verið djass vegna þess að hún væri of skipulögð og auk þess stjórnað af hljómsveitarstjóra.
 
* [[FrjálsCool djass]]
Cool djass(svalur djass) þróaðist beint út frá Bebop á seinni hluta fimmta og fram á sjötta áratuginn. Cool djass er þýðari blanda af Bebop og Swing, tónarnir eru meira harmónískir og dýnamíkin er mun mýkri. Samspilið endurheimti mikilvægi sitt og tónlistarmennirnir voru meira í takt við hvern annan. Cool djass hlaut viðurnefnið Vesturstrandardjass (West Coast Jazz) og kom það til vegna þess hve margar nýjungar komu frá Los Angeles. Cool djass hafði náð útbreiðslu um öll Bandaríkin í lok sjötta áratugarins og þá höfðu tónlistarmenn frá austurströndinni einnig náð að setja mark sitt á stefnuna. Hljómsveitarstjórnandinn og trompetleikarinn Miles Davis var mjög áberandi á Cool djass vettvangnum og einnig trompetleikarinn Chet Baker.
 
* [[DixilandHard Bop]]
Hard Bop kom fram árið 1955 og þróaðist út frá Bebop. Í Hard Bop tónlistinni voru melódíurnar oft hjartnæmari og var uppbygging þeirra stundum tekin að láni frá takti og trega (Rythm and Blues) og jafnvel trúartónlist (Gospel). Takturinn var fágaðri og fjölbreyttari heldur en Bebop djasinn var á fimmta áratugnum. Píanóleikarinn Horace Silver er þekktur fyrir að vera stór frumkvöðull innan Hard Bop stefnunnar. Sviðsljósinu var samt mikið stolið frá Hard bop af Cool djassinu sem var í gangi á sama tíma.
Um miðjan sjöunda áratuginn hafði Hard Bop djassinn klofnað í Post Bop, Modal djass og Soul djass. Hard Bop birtist síðan aftur fram á sjónarsviðið sem stór áhrifavaldur snemma á þessari öld.
 
* [[SvalurModal djass]]
Modal djass kom fram á sjónarsviðið snemma á sjöunda áratugnum og varð til þegar sólóistar í minni samleikshópum byrjuðu að þyrsta eftir nýjum leiðum í gerð spuna. Þá sóttu sumir hljóðfæraleikaranna að leita út fyrir hefðbundna vestræna tónstiga. Með því að sækja innblástur í kirkjutónlist miðalda sem hafa breytilegt bil milli helstu tóna tónstigans, fundu djassiðkendur nýjan innblástur. Einleikarar gátu nú losað sig undan takmörkunum hefðbundinna tónstiga og fundið nýjar harmoníur í leik sínum. Þetta gagnaðist sérstaklega píanóleikurum og gítaristum sem og trompet- og saxafónleikurum. Píanistinn Bill Evans er sérstaklega þekktur fyrir hvernig hann leikur djass samkvæmt Modal hugmyndafræðinni.
 
* [[Soul djass]]
Soul djass (Sálar djass) kom fram á sjöundaáratugnum. Soul djassinn var leiddur frá Hardbop djassinum og er hann áreiðanlega vinsælasta tegund af djassi frá sínum tíma. Í Soul djassinum reynir einlikarinn að skapa spennandi tónlistarupplifun fyrir tónleikargesti með því að spinna síbreytilega hljómaganga. Samleikshópurinn einbeitir sér að hrynjandi "grúvi" sem byggist í kringum sterka en einnig fjölbreytta bassalínu. Horace Silver hafði sterk áhrif á stílinn með því að blanda saman angurværu og oft Gospel píanó hljómum saman í verk sín.
 
* [[Post Bop]]
Post Bop hófst árið 1979 þegar nýjir tónlistarmenn spruttu fram og komu með ferska nálgun á Hard Bop djass sjöunda áratugarins. Í staðinn fyrir að færa Hard Bop yfir í "grúv" og "funk" hrynjanda sem hafði þróast kynslóð áður þá bætti þessi nýja kynslóð ungra tónlistarmanna áhrifum frá áttunda og níunda áratugnum og fengu þá út nýja stefnum sem kallast Post Bop.
 
* [[Evrópskt djass]]
Djass var ekki spilaður mikið í evrópu fyrr en á sjötta áratuginum. Helsta skýringin á því er líklegast sú að djass tónlist var blökkumannatónlist og blökkumenn bjuggu aðallega í Bandaríkjunum á þessum tíma. Seinni heimstyrjöldin átti stóran þátt í því að flytja tónlist til evrópu en fáir evrópskir tónlistarmenn voru jafn flinkir í að spila djass og bandaríkjamenn. En þegar evrópskir tónlistarmenn kynntust frjálsu djassi (Free Jazz) þá byrjaði tónlistarstefnan að blómstra hjá þeim og evrópubúar tóku vel á móti þessari frjálsu tónlistarstefnu.
 
 
== Tengt efni ==