„Reggí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
Típísk hljóðfæri sem eru notuð við spilun reggí tónlistar eru til að mynda [[bassi]], einhverskonar [[trommur]] eða [[slagverk]], [[gítar]], [[orgel]], [[blásturshljóðfæri]] og [[harmonikka|harmonikkur]]. [[Slagverkshljóðfæri]] og [[bassi]] eru að miklu leiti undirstaða reggís.
 
==Trommur==
 
Venjuleg trommusett eru iðulega notuð við spilun reggís en slagverk af ýmsu tagi geta verið notuð. Reggí trommuslátt er hægt að flokka í 3 gerðir. Ein gerðin einkennist af þvi að lögð er áhersla á þriðja taktinn. Rokkaða reggí tónlistin einkennist af áherslu á fyrsta og þriðja takt en sú þriðja er svo ólíkar. Þar er bassatromman notuð í hverjum takti. Þann stíl má heyra í laginu Exodus með [[Bob Marley]].
 
==Bassi==
 
Bassinn í reggíi er mjög mikilvægur og hann ásamt trommunum og gerir laglínuna einstaka. Hann er stöðugur og endurtekinn út lagið og yfirleitt mjög grípandi. Bassatónninn er mjög þykkur og þungur en samt sem áður mjög einfaldur, í flestum tilfellum.
 
==Gítar==
 
Taktgítarinn í reggílögum spilar grip utan takts með mjög stuttu og beittu hljóði og hljómar að hluta til eins og slagverk. Stundum er einnig slegið tvisvar á einum takti, dæmi um það er til að mynda Stir it Up með [[the Wailers]].
 
Leiðandi gítarinn setur mikinn stíl á lagið. Oft eru sóló spiluð með honum eða jafnvel er spiluð sama laglína og með bassanum sem gerir hann auðþekkjanlegri. Leiðandi gítarinn getur einni verið notaður í stað bassa ef til þess kemur.
 
==Textar==
Þema texta í reggílögum geta verið fjölbreyttir og eru þemu oft mismunandi eftir undirgerðum en eiga þó líka sameiginleg þemu. Textar fjalla oft um sambönd, ástina, trú, frið, kynhneigð, óréttlæti og fátækt. Sum reggí lög eru með texta sem fjalla um umdeild umræðuefni í samfélaginu og eiga listamenn það til að reyna að upplýsa hlustendur sýna um einhver af þessum umdeildu umræðuefni.
 
 
== Tónlist ==