„Þuríður Einarsdóttir stóra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Þuríður var dóttir Einars Guðmundssonar á Vatnsleysu í [[Biskupstungur|Biskupstungum]] og síðar í [[Haukadalur|Haukadal]]. Ekki er vitað hver móðir hennar var. Hún varð fyrst fylgikona séra [[Þórður Einarsson í Hítardal|Þórðar Einarssonar]], sem var sonur Einars Þórólfssonar hirðstjóraumboðsmanns á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi og konu hans Katrínar, dóttur [[Halldór Ormsson|Halldórs Ormssonar]] ábóta á Helgafelli. Þórður var prestur í [[Hítardalur (bær)|Hítardal]], sem var eitt besta brauð landsins og veitt af [[erkibiskup|erkibiskupinum]] í [[Niðarós]]i, og má því gera ráð fyrir að hann hafi verið auðugur og átt töluvert undir sér. Þau áttu saman fimm börn og komust tvær dætur þeirra til aldurs, Þórunn kona séra Finnboga Tumasonar á Hofi í Vopnafirði og Jórunn, kona [[Þórður Guðmundsson (lögmaður)|Þórðar Guðmundssonar]] lögmanns.
 
Þórður lenti í ósætti við [[Ögmundur Pálsson|Ögmund Pálsson]] biskup, sem lét dæma hann úr embætti með svokölluðum ''Hítardalsdómi'' [[24. janúar]] [[1530]], en þar var séra Þórði meðal annars gefið að sök að hafa átt fimm börn í frillulífi, logið upp á biskup, skemmt timbur sem Skálholtskirkja átti, slegist við annan prest á Barthólómeusarmessu, óhlýðnast biskupi og vanrækt kennimannsstörf sín. Sumar heimildir segja einnig að hann hafi snúist til [[Lútherstrú|lúthersku]], en [[Jón Einarsson í Odda|Jón]] bróðir hans, prestur í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]], var einmitt einna fyrstur presta til að snúast til Lútherstrúar. Ögmundur og prestar hans dæmdu Hítardal fallinn undir erkibiskupsvald en fé Þórðar til kirkjunnar. Þórður sigldi sama sumar til Noregs og hugðist leita sér uppreisnar hjá erkibiskupi, en dó sama ár erlendis.
 
== Sigmundur Eyjólfsson ==
Vorið [[15371531]] bárust fregnir um lát hans til Íslands og þar með að erkibiskup hefði veitt Hítardal [[Sigmundur Eyjólfsson|Sigmundi Eyjólfssyni]] presti í [[Vallanes]]i, systursyni Ögmundar biskups, og hefur raunar verið sagt að tilgangur Ögmundar með Hítardalsdómi hafi verið að koma Sigmundi þangað. Þuríður var þá enn í Hítardal og hefur Sigmundi litist vel á hana því hann tók hana sér til fylgilags. Þau áttu saman eina dóttur sem upp komst, Katrínu (f. um 1532), sem giftist Agli Einarssyni á Snorrastöðum. Á meðal barna þeirra voru [[Jón Egilsson]] prestur og annálaritari, og var Þuríður heimildamaður hans um ýmsa atburði siðaskiptaaldar, og [[Ólafur Egilsson]] prestur í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]], sem [[Tyrkjaránið|Tyrkir]] hertóku og fluttu til [[Alsír]] en kom aftur heim.
 
Eftir að Sigmundur kom í Hítardal var hann hægri hönd Ögmundar frænda síns og fylgdarmaður hans á ferðalögum. Ögmundur var orðinn hrumur og nær blindur og árið [[1536]] lét hann kjósa Sigmund eftirmann sinn og sendi hann út til [[Noregur|Noregs]] um haustið að taka biskupsvígslu. Hann var vígður biskup í [[Niðarós]]i um veturinn en hafði fengið fótarmein og dó úr því nítján dögum síðar. Prestur sem var með honum, [[Árni Arnórsson]] frá Ökrum á Mýrum, fékk einnig mein en enskum [[bartskeri|bartskera]] tókst að lækna hann og fór hann til Íslands og varð prestur í Hítardal.
Lína 14:
Þuríður fluttist nú frá Hítardal og tók skömmu síðar við búi Ögmundar biskups á [[Reykir (Ölfusi)|Reykjum]] í [[Ölfus]]i en Katrín dóttir hennar fór í fóstur til afa síns og ömmu, Eyjólfs Jónssonar og [[Ásdís Pálsdóttir|Ásdísar Pálsdóttur]] á [[Hjalli (Ölfusi)|Hjalla]] í Ölfusi, en þar dvaldi Ögmundur biskup löngum, og var þar þegar [[Christoffer Huitfeldt|Kristófer Hvítfeld]] og menn hans handtóku biskupinn 1541 og rændu eignum hans og ömmu hennar.
 
Þuríður hafði þá kynnst þriðja sambýlismanni sínum, [[Oddur Gottskálksson|Oddi Gottskálkssyni]], sem hefur verið nokkuð yngri en hún ogvar einn lærðasti maður landsins. Þegar hann kom heim frá Danmörku eftir að hafa látið prenta [[Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar|Nýjatestamentisþýðingu]] sína settist hann að hjá Þuríði á Reykjum og vann þar að fræðistörfum. Þau bjuggu saman ógift í nokkur ár en giftust síðan eftir að hafa átt saman einn son, Pétur, sem fæddist [[1543]]. Hann fluttist uppkominn til Noregs og dó þar.
 
Eftir siðaskipti fékk Oddur veitingu fyrir [[Reynistaðaklaustursumboð|Reynistaðaklaustursumboði]] og fluttu þau Þuríður þá norður og settust að á [[Reynistaður|Reynistað]]. Oddur varð jafnframt [[Lögmenn norðan og vestan|lögmaður norðan og vestan]] [[1552]]. Hann drukknaði í [[Laxá í Kjós]] á leið til [[Alþingi]]s sumarið [[1556]]. Þuríður lifði áfram í fimm ár en dó 1561.