Munur á milli breytinga „Blús“

12 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
ekkert breytingarágrip
 
== Blús ==
 
'''Blús''' er [[tónlist]]arstefna sem varð til í þrælahaldinu í Ameríku. Hún er upprunninn frá þrælum á plantekrum í Suður Ameríku. Blús tónlistin endurspeglaði stöðu svartra bandaríkjamanna eftir að þrælahald var afnumið. Þrælarnir höfðu þróað með sér ákveðinn stíl, kalla og svara (e.„call and response“) og er það form sem einkennir alla blús tónlist. Í byrjun blús stílsins voru gítar, banjó og munnharpa hljóðfærin sem mest voru notuð og fylgdi þeim yfirleitt sólósöngvari. Þegar blúsinn varð vinsælli og færðist norðar bættust við fleiri hljóðfæri úr djassinu eins og trompet, básúna, klarinett, píano og kontrabassi. Algengasta uppbygginginn í blús er er 12 takta blús. Hann notar tólf takta mynstur og er á sama tíma. Hann byrjar á ákveðnum grunntón í 4 takta, svo fer hann upp umm fimmund í 2 takta svo kemur aftur grunntónninn í 4 takta, svo fer hann upp í sjöund í 1 takt og niður í fimmund í 1 takt og svo kemur yfirleitt eitthvað stutt millispil. Blús hefur hægan takt og textinn innheldur oft mikla depurð og líf svartra bandaríkamanna bæði fyrir og eftir þrælahald. Nafnið dregur líka merkingu sína af því hversu tilfinningaþrungin tónlistinn og textarnir geta verið. Á ensku er blús blues, og „feeling blue“ þýðir að líða illa.
 
'''== Upphaf''' ==
Tónlistarstefnan blús byggist á blús forminu en býr einnig yfir öðrum einkennum eins og sérstökum textum, bassa línum og hljóðfærum. Blús hefur margar undistefnur sem hafa verið mis vinsælar á mörgum tímabilum 20. aldarinnar. Fyrsta blús lagið sem gefið var úr var lagið „Dallas blues“ með Hart Wand árið 1912. Fyrsta upptakan með svörtum bandaríkjamanna var gerð árið 1920, það var flutningur Mamie Smith á laginu „Crazy blues“. Það var fyrsta blús lagið til að ná heimsvinsældum. Uppruni blús er þó talinn ná lengra aftur, alveg að 1890. Það eru því miður til fáar heimildir um það vegna mikils kynþáttamismunar innan bandaríks samfélags á þeim tíma, svörtu fólki bauðst ekki menntun og skólaganga og því gátu þeir ekki skráð neinar heimildir um það sem þeir gerðu. Blind lemon Jefferson var söngvari og gítarleikari frá Texas. Hann var fyrsti alvöru blússöngvarinn sem tók upp lag í alvöru upptökustúdíói.
 
'''== Áhrif''' ==
Blús tónlistar stíll (12 takta blús) hefur verið fyrirmynd fyrir margar aðrar stefnur svo sem rokk, djass og popp. Áberandi djass, þjóðlaga og rokk tónlistaflytjendur eins og Louis Armstrong, Duke Ellington, Miles Davis, and Bob Dylan hafa allir flutt þýðingarmikil blús lög. Blús ballöður eins og „Since I fell for you“ og „Please send me someone to love“ og fleiri popp lög notast við 12 takta skalann.
 
'''== 1950-2000''' ==
Umskiptin sem urðu á blús árið 1920 þegar hann fór að færast norðar og í þéttbýlari svæði höfði alltaf verið keyrð áfram af efnahagslegum ástæðum, eins og kreppunni. Fólk fór að flytja frá dreibýlum til þéttbýlis og tónlistinn flaut með. Eftir seinni heimstyrjöldina varð rafmagns blús (e. Electric blues) vinsæll í borgum eins og Chicago, Memphis, Detroid og St. Louis. Í rafmagns blús er notast við rafmagns gítara, bassa, trommur og stundum munnhörpur. Chicago varð miðpunktur rafmagns blús varð hann síðar meir kallaður „Chicago blues“.
Árið 1949 fæddist ein af undirstefnum blús, taktur og blús (e.rhythm and blues). Sú stefna er enn þann dag í dag mjög vinsæl. Muddy Waters og Jimmi Reed urðu vinsælir blús tónlistarmenn, þeir fluttust báðir til Chicago í kreppunni og uppgvötuðu tónlistina. Blús hafði mikil áhrif á popp tónlist í bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Í byrjum sjöunda áratugsins voru stefnur sem voru fyrir áhrifum frá bandarískri blökkumannatónlist eins og rokk og soul orðin partur af hefðbundinni amerískri popp tónlist. Hvítir tónlistarmenn höfðu kynnt tónlistina til víðari áhorfendahóps, bæði í Bandaríkjunum og út fyrir þau. Hins vegar varð blúsinn sem gerði Muddy Waters og fleiri fræga ekki jafn vinsæll áfram. Nýjar tegundir blúsins urðu til og fóru að leiðast út í meira popp og rokk.
Síðan árið 1980 hefur verið endurvakning á upprunalega blúsnum á meðal ungra amerískra blökkumanna, þá aðallega í Jackson, Mississippi og á þeim slóðum. Á níunda áratugnum hélt blúsinn áfram bæði í hefðbundnu formi og nýju.
 
'''== Blús tónlistarmenn''' ==
W.C. Handy (1873-1958)
Mamie Smith (1883-1946)
15

breytingar