„Diskó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Diskó''' er [[Tónlistarstefna|tónlistarstefna]] sem var ríkjandi á miðjum [[1971-1980|8. áratug]]. Tilkoma diskó hafði gífurleg áhrif á rafræna danstónist sem gerði það að verkum að diskó var aðskilið [[Popptónlist|pop]] og [[Rokk|rokki]] og varð að eigin tónlistartegund. Diskó var samt sem áður oft litið hornauga í byrjun og þá aðallega af rokkaðdáendum, en hugsanlega vegna þess að þeir hafi vitað að ný stefna væri á hraðri uppleið. Eftir diskóið hafa rokktónlist og danstónlist alltaf verið aðskilin. [[Tónlist|Tónlistin]] er undir miklum áhrifum frá [[Fönk|fönki]] og sálartónlist, en einnig [[Djass|djassi]], rokki og fleiri tegundum tónlistar. Diskó kemur út frá ýmsum menningarkimum og aðallega samkynhneigðum og blökkumönnum og var hugmyndin að geta farið og dansað til að gleyma amstri dagsins á litríku dansgólfinu með dúndandri tónlist og litadýrð.
 
 
== Upphaf ==
Síðari hluta sjöunda áratugsins má tengja sem upphaf diskósins þar sem [[Tónlistarmaður|tónlistarmenn]] fóru að blanda saman alls konar [[Hljóðfæri|hljóðfærum]] og gera nýja tegund tónlistar. Árið 1969 gaf Jerry Butler út lagið „Only the strong survive“ sem mætti kalla fyrsta diskólagið. Þetta má tengja sem upphaf diskó, en þessi nýja tónlist var ekki komin með nafn ennþá. Fjórum árum seinna eða 1973, eftir að mörg lög í þessum stíl höfðu verið samin, eða 1973 skrifaði Vince Aletti grein þar sem hann gaf þessum tónlistarstíl nafnið „Diskó“. Diskó dregur nafn sitt af diskótekunum þar sem voru einungis spilaðir diskar þar sem löng lög voru spiluð alla nóttina.
 
Diskóið byrjaði upprunalega í þéttbýlum víða í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], og heillaði því að sér ýmsa [[Menningarkimi|menningarkima]] í einu, svo sem blökkumenn, Latino og [[Samkynhneigð|samkynhneigða]] sérstaklega. En diskóið hafi hægt og rólega verið að myndast í nokkur ár þar á undan. Og vegna þess hve hratt það skaut sér á vinsældarlistann og stækkaði á svona miklum hraða, varð diskóið fljótlega orðið gott efni í bíómyndir og vegna glæsileika þess lífgaði diskóið upp danssalina. Diskó var orðið nokkuð vinsælt í kringum 1975 svo nokkrir hvítir listamenn byrjuðu að prófa þennan nýja stíl, en virtist þó ekki verða eins vinsælt innan þess menningarkima. Þangað til að Saturday Night Fever leyfði tónlistarmönnum að láta ljós sitt skína um helgar. Uppúr því spruttu skemmtistaðir og vídeóleigur, og tónlistarmenn sem höfðu greitt félagsgjöld tóku forskot í þessum nýja stíl.
 
== Velgengni ==
Á [[1971-1980|áttunda]] og [[1981-1990|níunda áratuginum]] varð diskó að aðal [[tíska|tísku]] þess tímabils. Hópar eins og Jackson Five, [[ABBA|ABBA]] og [[Bee Gees|Bee Gees]] eru [[Hljómsveit|hljómsveitir]] sem eru ennþá frægar fyrir tónlistina sína sem var við líði á diskótímabilinu. Tónlist þeirra var verulega vinsæl á þeim tíma og hafa hljómsveitirnar náð að halda vinsældum sínum og oft hafa nýjir tónlistarmenn tekið upp lög þeirra og breytt og laðað að tónlistarstefnum nýrra tíma og þar af leiðandi náð að halda minningu þeirra og vinsældum. Í byrjun diskó voru aðeins fáar hljómsveitir sem komu fram, en með velgengni þeirra spruttu upp nýjar og nýjar hljómsveitir. Snemma fór diskó að verða meginstraumur tónlistarinnar og allskonar hljómsveitir fóru að spila diskó.
ABBA var hljómsveit sem spilaði diskótónlist og gerði fræga um ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]]. [[Lag|Lög]] þeirra voru svo vinsæl að allstaðar í heiminum urðu gerð fleiri diskólög.
 
Boney M, hljómsveit samansett af fjórum indverskum söngvörum var annar hópur sem braut vegginn sem hindraði húðlit, trúarbrögð og stétt og gerðu mörg góð diskólög sem áttu eftir að komast á topplistann. Lagið þeirra „J‘attendrai“ skaust strax á toppinn, einnig í [[Japan|Japan]], mið og suður Asíu og [[Kanada|Kanada]].
 
Skemmtistaðirnir sem diskótónlistin var spiluð voru því valdandi að diskólög yrðu vinsæl og eftir nokkurn tíma fór það að hjálpa til að ákvarða hvernig lögin voru gerð. Lög urðu lengri og það hjálpaði [[Plötusnúður|plötusnúðunum]] að uppfylla þarfir þeirra. Diskólögin urðu svo vinsæl að stór hluti þeirra var gefin út í atvinnuskyni, svo sem auglýsingum í bíómyndum. Mörg pop lög voru síðan gefin út í „diskó útgáfu“.
 
Diskó tryggði að lokum almennt samþykki í gegnum velgengni Saturday Night Fever sem var gefin út árið 1977. Í myndinni eru spiluð mörg diskólög með Bee Gees og fleirum og varð það mest selda [[Breiðskífa|breiðskífan]]. Á þessum tímapunkti hafði diskóið haldist utan pop tónlistarinnar og vinsældar þess, vegna þess að í fyrsta lagi voru fáir alvöru diskó tónlistarmenn utan smáborganna, í öðru lagi voru mörg lögin bönnuð í mörgum pop útvarpsstöðvum, og í þriðja lagi vantaði stórar stjörnur innan diskó fyrri aðdáendur sína.
 
Með diskóbylgjunni komu aðrir listamenn til sögunnar og jafnvel nýar bylgjur í kjölfarið. Blondie er dæmi um eitthvað alveg nýtt. Blondie notaðst við margar tegundir tónlistar og þar á meðal diskó. Útvarpstöðvar fóru eftir það að spila mun meira af diskólögum og tóku jafnvel diskó alla leið. [[Útgáfufyrirtæki|Útgáfufyrirtæki]] fóru jafnvel að keppast um að ráða tónlistarmenn sem spiluðu diskó.