Munur á milli breytinga „Krátrokk“

49 bæti fjarlægð ,  fyrir 9 árum
ekkert breytingarágrip
m
'''Krátrokk''' ([[enska|e.]] ''Krautrock'') er heiti yfir [[Þýskaland|þýska]] rokktónlist frá seinni hluta [[1961-1970|sjöunda áratugarins]] og byrjun þess [[1971-1980|áttunda]]. Það voru breskir tónlistarblaðamenn sem nefndu þessa byltingu ''krautrock'' en hljómsveitir sem eru kenndar við þetta nafn eru allar mjög ólíkar og því enginn afgerandi stíll á þessari stefnu. Krátrokk hafði mikil áhrif á tónlistarheiminn og út frá þessari einkennilegu [[tónlistarstefna|tónlistarstefnu]] urðu til nýjar stefnur á borð við [[raftónlist]], [[teknó]], [[hip hop]] og [[ambient tónlist]].<ref name="buckley" >David Buckley. [http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/49687 „Krautrock“], [http://www.oxfordmusiconline.com/ ''Groove Music Online. Oxford Music Online'']. Skoðað 5. mars 2012.</ref> Dæmi um þekktar krátrokk hljómsveitir eru [[Can]], [[Neu!]] og [[Kraftwerk]].
== Uppruni nafnsins ==
Upprunalega nafnið á krátrokki, ''Krautrock'', dregur nafn sitt af þýska orðinu ''Kraut'' sem þýðir kál á íslensku. Bretar uppnefndu þjóðverja „kraut“, komið af orðinu ''Sauerkraut'' (ísl. súrkál), í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Vísaði heitið til matarvenju á meginlandinu. Nafnið á því niðrandi forsögu og er alls ekki að skapi þjóðverja. Talið er að Bretar hafið fengið hugmyndina af nafninu út frá lagi krátrokksveitarinnar [[Amon Düül]], „''Mama Düül und Ihre Sauerkrautband Spielt Auf''“ sem á íslensku þýðir „''Mama Düül og hennar súrkálshljómsveit troða upp''“. Það er einnig talið að [[BBC]] plötusnúðurinn og krátrokkaðdáandinn [[John Peel]] hafi gefið stefnunni þetta nafn.<ref name="cope">{{Cite book|last=Cope|first=Julian|authorlink=Julian Cope|title=Krautrocksampler: One Head's Guide to the Great Kosmische Musik - 1968 Onwards|publisher=Head Heritage|year=1995|page=64|isbn=0952671913|location=Yatesbury}}</ref>
 
== Tónlistarstíll ==
74

breytingar