Munur á milli breytinga „Síðpönk“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 9 árum
ekkert breytingarágrip
m
 
== Stíleinkenni ==
[[Mynd:Synthesizers.com Studio-66 Synthesizer System.jpg|thumb|[[Hljóðgervill]].]]
Síð-pönkið var listrænna og dulúðlegra heldur en [[pönk]]ið og er almennt talið tónlistarlega séð flóknara og margvíslegra. Stefnan hafði minna að gera með [[Rokk|rokk og ról]] heldur stóð í þakkarskuld við tilraunakennda tónlist [[1961-1970|sjönda áratugarins]].
Í heildina séð var bandarískt síð-pönk listrænt sjálfsmeðvitaðra og vitsmunalegra heldur en breska hliðstæða þess, sú var þó ekki síður listræn nema hvað tónlistin var yfirleitt drungalegri og tilfinningaríkari. Fyrsta bylgja breska síð-pönksins bar með sér sveitirnar [[Gang of Four]], [[Siouxsie & the Banshees]] og [[Joy Division]] sem voru allar stofnaðar vegna innblásturs frá [[pönk]]sveitum á borð við [[Sex Pistols]]. En í stað þess að líkja eftir uppreisnargjarni reiði þeirra þá tóku þær hana til sín og sköpuðu innhverfari og þungbúnari hljóma sem voru fullir af spennu og kvíða. [[Siouxsie & the Banshees]] gáfu út plötur sem einkenndust af hrjáróma [[hljómborð]]um og fluttu tilgerðarmikla tónleika sem minntu alla helst á [[pönk]]ið. [[Joy Division]] voru ekki talin eins listsnobbuð hljómsveit og tónlist þeirra var enn innhverfari. Plötur þeirra ''[[Unknown Pleasures]]'' og ''[[Closer]]'' lögðu hornstein fyrir [[gotneskt rokk]], undirstefnu sem [[The Cure]] og [[Bauhaus]] urðu seinna þekktar fyrir. [[The Cure]] spilaði upprunalega nokkuð hrjúfa og grípandi tónlist en þegar leið á ferilinn hægðist á töktum þeirra og notkun [[hljóðgervill|hljóðgervla]] varð meira áberandi. Svo átti vinstri sinnuð pólitík og [[fönk]] taktar [[Gang of Four]] eftir að hafa mikil áhrif á komandi tónlist þrátt fyrir að hafa ekki náð mikilli útbreiðslu í byrjun.
 
Síð-pönkið lagði grundvöllinn fyrir [[öðruvísi rokk]] með því að víkka svið [[pönk]]tónlistar. Innblástur var sóttur frá [[krátrokk]]inu og varð til þess að notkun [[hljóðgervill|hljóðgervla]] varð mjög vinsæl innan greinarinnar. Áhersla var lögð á hrá eða drungaleg hljóð, samtvinnuð með áhrifum frá [[fönk]]i, [[avant-garde]] og [[dub]]tónlist. [[Nýsýrurokk]]ið var einnig algengur áhrifavaldur og með helstu frumkvöðlum á því sviði má nefna [[Echo & the Bunnymen]], [[The Teardrop Explodes]]<ref name="Erlewine">Erlewine, Stephen Thomas. [http://www.allmusic.com/explore/essay/post-punk-t728 „Post-punk“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> og [[Spacemen 3]].<ref>[http://spacemen3.net/ „Spacemen 3: History & Discography“], [http://spacemen3.net/ ''Spacemen 3.net''] Skoðað 9. mars 2012.</ref> Sumar sveitir eins og [[Orange Juice]] nálguðust þessa tónlist á aðeins öðruvísi hátt, áhersla var lögð á léttari gítarhljóð en þrátt fyrir það kollvörpuðu lögin oft hefðbundinni byggingu [[popp]]/[[rokk]]tónlistar með dýpri og dimmari lagatextum. <ref>[http://www.allmusic.com/explore/style/post-punk-d2636 „Explore: Post-punk“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 26. febrúar 2012.</ref> Einnig mátti heyra áhrif [[djass]]tónlistar hjá nokkrum þessara sveita og voru [[The Monochrome Set]] fylgismenn [[Cantenbury]]senunnar.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Scaruffi, Piero|titill=A History of Rock Music: 1951-2000|útgefandi=iUniverse, Inc.|ár=2003|ISBN=ISBN 0-595-29565-7}} Bls. 193.</ref>
 
== Saga ==
75

breytingar