„Krátrokk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kaldin (spjall | framlög)
Kaldin (spjall | framlög)
Lína 16:
 
== Saga ==
Í lok sjöunda áratugarins var þýskaland fullt af ungu menntuðu fólki sem vildi breyta til. Þetta unga fólk hafði verið fætt inn í eftirstríðs-Þýskaland og var umlukt fólki sem í stríðinu höfðu verið [[Nasismi|nasistar]]. Þessi kynslóð vildi endurmóta þýska menningu, gera eitthvað nýtt og örðuvísi og breyta sýn heimsins á þýskalandi.<ref name="buckley" /><ref name="turn">DeRogatis, Jim. ''Turn On Your Mind: Four Decades of Great Psychedelic Rock'' (Milwaukie, Michigan: Hal Leonard, 2003), ISBN 0-6340-5548-8, bls. 230.</ref><ref>Richie Unterberger, Samb Hicks, Jennifer Dempsey, ''Music USA: the rough guide'', (Rough Guides, 1999), ISBN 1-8582-8421-X, bls. 391.</ref>
[[Mynd:Moog Modular 55 img2.jpg|thumb|Moog Modular hljóðgervill]]Frá því að [[Seinni heimsstyrjöldin|stríðinu]] lauk fram að sjöunda áratugnum hafi vinsæl tónlist í [[Þýskaland|Þýskalandi]] annað hvort verið [[Bandaríkin|bandarísk]], [[Bretland|bresk]] eða það sem er kallað [[Schlager]] tónlist en það er einföld og létt [[popptónlist]].<ref>Roicke, Nico. [http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2011/mar/15/schlager-germany-biggest-pop-stars „Schlager louts: meet Germany's biggest pop stars“], [http://www.guardian.co.uk/ ''The Guardian'']</ref> Tónlistarmenn þessarar nýju kynslóðar vildu ekki spila breska tónlist né bandaríska tónlist og ekki heldur Schlager tónlist þannig þau ákveðu að finna upp á einhverju nýju sem enginn hafði gert. Eitt af þessu var [[raftónlist]]. Á þessum tíma voru [[hljóðgervill|hljóðgervlar]] sjaldgæfir og fáar hljómsveitir voru byrjaðar að nota þá.
Árið 1968 var haldin fyrsta þýska rokktónlistarhátíðin í bænum [[Essen]]. Á þessari hátíð er talið að krátrokk hafi risið upp. Ein af hljómsveitunum sem átti að spila þarna var Amon Düül. Sú hljómsveit var frá [[München]], þar sem nasisminn hafði verið mjög sterkur í seinni heimstyrjöldinni, og spilaði afar pólitískt tilraunakennt sýrurokk. Rétt áður en að sveitin átti að stíga á svið klofnaði hún og varð að tveimur sveitum sem urðu þekktar sem [[Amon Düül I]] og [[Amon Düül II]].<ref>Bush, John. [http://www.allmusic.com/artist/amon-dl-p15404/biography „Amon Düül“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 9.mars 2012.</ref><ref name="cope" />