„Krátrokk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kaldin (spjall | framlög)
Kaldin (spjall | framlög)
Lína 10:
'''Krátrokk''' ([[enska|e.]] ''Krautrock'') er heiti yfir [[Þýskaland|þýska]] rokktónlist frá seinni hluta [[1961-1970|sjöunda áratugarins]] og byrjun þess [[1971-1980|áttunda]]. Það voru breskir tónlistarblaðamenn sem nefndu þessa byltingu ''krautrock'' en hljómsveitir sem eru kenndar við þetta nafn eru allar mjög ólíkar og því enginn afgerandi stíll á þessari stefnu. Krátrokk hafði mikil áhrif á tónlistarheiminn og út frá þessari einkennilegu [[tónlistarstefna|tónlistarstefnu]] urðu til nýjar stefnur á borð við [[raftónlist]], [[teknó]], [[hip hop]] og [[ambient tónlist]].<ref name="buckley" >David Buckley. [http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/49687 „Krautrock“], [http://www.oxfordmusiconline.com/ ''Groove Music Online. Oxford Music Online'']. Skoðað 5. mars 2012.</ref> Dæmi um þekktar krátrokk hljómsveitir eru [[Can]], [[Neu!]] og [[Kraftwerk]].
== Uppruni nafnsins ==
Upprunalega nafnið á krátrokki, ''Krautrock'', dregur nafn sitt af þýska orðinu ''Kraut'' sem þýðir kál á íslensku. Bretar uppnefndu þjóðverja „kraut“, komið af orðinu ''Sauerkraut'' (ísl. súrkál), í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Vísaði heitið til matarvenju á meginlandinu. Nafnið á því niðrandi forsögu og er alls ekki að skapi þjóðverja. Talið er að Bretar hafið fengið hugmyndina af nafninu út frá lagi krátrokksveitarinnar Amon Düül, „''Mama Düül und Ihre Sauerkrautband Spielt Auf''“ sem á íslensku þýðir „Mama Düül og hennar súrkálshljómsveit troða upp“. Það er einnig talið að [[BBC]] plötusnúðurinn og krátrokkaðdáandinn [[John Peel]] hafi gefið stefnunni þetta nafn.<ref name="cope">{{Cite book|last=Cope|first=Julian|authorlink=Julian Cope|title=Krautrocksampler: One Head's Guide to the Great Kosmische Musik - 1968 Onwards|publisher=Head Heritage|year=1995|page=64|isbn=0952671913|location=Yatesbury}}</ref>
 
== Tónlistarstíll ==