„Síðpönk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
bætti við mynd og um ísland
Lína 10:
 
'''Síð-pönk''' ([[enska|e.]] ''post-punk'') er [[rokk]] [[tónlistarstefna]] sem átti upptök sín á seinni hluta [[1971-1980|áttunda áratugar]] [[20. öldin|tuttugustu aldar]]. Hún var ein af þeim mörgu tónlistargreinum sem spruttu út frá [[pönk]]byltingunni árið 1977. Fyrstu síð-pönk hljómsveitirnar sóttu innblástur sinn í hráa hljóm [[pönk]]sins en í stað þess að reyna að herma eftir honum fóru þær að skapa tilraunakenndari hljóm, oft með áhrifum frá [[raftónlist]], [[súrkálsrokk]]i, [[fönk]]i, [[dub]]tónlist og [[tilraunakennt rokk|tilraunakenndu rokki]]. Greinin var ólíkt hliðstæðu sinni, svokallaðri [[nýbylgjutónlist]], á þann hátt að síð-pönkið fjallaði oftar um alvarlegri málefni og var ekki eins [[popptónlist|poppvænt]]. Síð-pönkið varð síðan með helstu forverum [[öðruvísi rokk]]s á [[1981-1990|níunda áratugnum]].<ref>[http://rateyourmusic.com/genre/Post-Punk/ „Post-punk“], [http://rateyourmusic.com/ ''Rateyourmusic''] Skoðað 29. febrúar 2012.</ref> Klassísk dæmi um flytjendur síð-pönk tónlistar eru [[Joy Division]], [[New Order]], [[The Cure]], [[Talking Heads]], [[Siouxsie and the Banshees]], [[Public Image Ltd.]], [[Echo and The Bunnymen]] og tónlistarmaðurinn [[Nick Cave]].<ref>[http://www.allmusic.com/explore/style/post-punk-d2636/artists „Explore: Post-punk (Top Artists)“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic''] Skoðað 2. mars 2012.</ref>
 
== Stíll ==
 
== Saga ==
Á meðan fyrsta bylgja [[pönk]]sins stóð yfir, frá um [[1975]]-[[1977]], fóru hljómsveitir eins og [[Sex Pistols]], [[The Clash]] og [[Ramones]] að ögra ríkjandi stílvenjum [[rokk]]tónlistar með áherslum á hraðari takta og árásargjarnari hljóma. Með pólítískum eða uppreisnagjörnum lagatextum breiddist þessi hugmyndafræði svo um heiminn, en náði mestu fylgi í enskumælandi löndum eins og [[Bretland]]i, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Ástralía|Ástralíu]]. Breska [[pönk]]ið var síðan dregið inn í klofin stjórnmál samfélagsins og það mætti segja að um [[1979]] hafði það eytt sjálfu sér með því að skiptast í nýjungagjarnari stefnur. Áhrifum pönks hefur þó verið að gæta í tónlistariðnaðinum allar götur síðan, til dæmis með útbreiðslu sjálfstæðra plötufyrirtækja sem setti einmitt svip sinn á framvindu síð-pönksins.<ref>Savage, Jon. [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/483616/punk „Punk“], [http://www.britannica.com/ ''Encyclopædia Britannica'']. Skoðað 3. mars 2012.</ref>
 
Hugtakið „post-punk“ var fyrst notað árið [[1977]] af tónlistartímaritinu ''[[Sounds]]'' og var með því ætlað að lýsa hljómi bresku sveitarinnar [[Siouxsie and the Banshees]]<ref>{{bókaheimild|höfundur=Thompson, Dave. ''|titill=Alternative rock'' (.|útgefandi=Backbeat Books,|ár=2000|ISBN=ISBN 2000)0879306076}} blsBls. 60.</ref>, en hún byrjaði sem [[pönk]]sveit og tók stóran þátt í því að beina því í átt að síð-pönkinu með djarfri takt- og hljóð-tilraunastarfsemi.<ref>Ankeny, Jason. [http://www.allmusic.com/artist/siouxsie-and-the-banshees-p125670/biography „Siouxsie and the Banshees“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic''] Skoðað 3. mars 2012.</ref>
 
=== Síð-pönk á Íslandi ===
[[Mynd:Rokk_í_Reykjavík_(VHS_front_cover).jpg|thumb|150px| [[Þeyr]], [[Purrkur Pillnikk]] og [[Tappi Tíkarrass]] komu allar fram í myndinni [[Rokk í Reykjavík]] árið 1982.]]
Í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] fór að bera á síð-pönk tónlist á Íslandi. Fyrirbærið var einnig kallað depró-pönk og var í mörgum tilfellum erfitt að greina það frá tónlist [[nýbylgjutónlist|nýbylgjunnar]] en sú síðarnefnda náði meiri vinsældum hér á landi. Það er þó hæpið að telja að hljómsveitin [[Þeyr]] hafi spilað [[nýbylgjutónlist]] því þó að upphaf hennar hafi einkennst af fönkuðu popprokki í anda [[1971-1980|áttunda áratugarins]], þá átti sveitin fljótt eftir að afmarka stíl sinn frekar. [[Þeyr]] fóru að halla sér að tónlist í dimmari kantinum og sóttu innblástur frá síð-pönk sveitum á borð við [[Joy Division]]. [[Þeyr]] tældu áheyrendur ekki fram á dansgólfið, heldur var dulúðleg stemning sköpuð með sterkum trommuleik [[Sigtryggur Baldursson|Sigtryggs Baldurssonar]], skerandi gítarhljóðum og andstuttum söngstíl Magnúsar Guðmundssonar. Tónlistin átti það til að láta næmt fólk finna fyrir einskonar hugleiðslu og minnti að því leyti á [[sýrurokk]]ið, þótt stemningin væri drungalegri og magnaðari. Í sumum lögum af plötu þeirra ''Mjötviður Mær'', sem kom út árið 1981, var fjallað um [[nasismi|nasisma]] og notkun þeirra á [[hakakross]]um varð til þess að orð fór af [[Þeyr|Þeysurum]] sem [[fasismi|nýfasistum]], þó að sveitin héldi því sjálf fram að slíkt væri túlkun þeirra á and-[[fasismi|fasisma]]. Vinátta meðlima við ensku síð-pönk sveitina [[Killing Joke]] spratt upp orðrómi um einhverskonar samruna hljómsveitanna beggja, en eftir stutta utanlandsför kváðust [[Þeyr]] ætla í frí sem þeir snéru aldrei aftur úr.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 199-200.</ref>
 
Síð-pönk senan var byrjuð að ná svo mikilli útbreiðslu í Reykjavík í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] að tala mætti um byltingu. Einn frumkvöðla hennar var söngkonan [[Björk Guðmundsdóttir]] sem, á unglinsárum sínum, stofnaði síð-pönksveitirnar [[Exodus]] og [[Tappi Tíkarrass|Tappa Tíkarrass]].<ref> Erlewine, Stephen Thomas. [http://www.allmusic.com/artist/bjrk-p27211/biography „Björk: Biography“], [http://www.allmusic.com/ ''Allmusic'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref> Á sama tíma fékk [[Purrkur Pillnikk]] þann heiður að hita upp fyrir síð-pönksveitina [[The Fall]] á tónleikaferðalagi hennar um Ísland. Á plötu sinni ''Hex Enduction Hour'', sem var að hluta til tekin upp á Íslandi, tileinkaði [[The Fall]] landinu lagið ''Iceland''. [[Einar Örn Benediktsson]] var söngvarinn í [[Purrkur Pillnikk]] og einn stofnenda [[Gramm|Grammsins]]<ref>Fricke, David. [http://www.trouserpress.com/entry.php?a=purrkur_pillnikk „Purrkur Pillnikk“], [http://www.trouserpress.com ''Trouser Press'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref>, plötufyrirtæki sem fékk ýmsa erlenda tónlistarmenn til Íslands á þessum árum, þar á meðal síð-pönkarann [[Nick Cave]].<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 244.</ref> Þegar ferlill [[Purrkur Pillnikk]] var á enda komu [[Einar Örn Benediktsson|Einar Örn]], [[Björk Guðmundsdóttir|Björk]] og [[Sigtryggur Baldursson]], fyrrverandi trommuleikari [[Þeyr|Þeys]], saman og stofnuðu til nýrrar hljómsveitar árið 1984 sem hlaut nafnið Kukl. Sú sveit spilaði nokkuð gotneskt síð-pönk, hljómurinn var undirokaður af tréblásturshljóðfærum og bjöllum og lagatextarnir þóttu óhugnarlegir.<ref>Sheridan, David & Ira Robbins. [http://www.trouserpress.com/entry.php?a=sugarcubes „Sugarcubes“], [http://www.trouserpress.com ''Trouser Press'']. Skoðað 8. mars 2012.</ref> Hljómsveitin þróaðist svo yfir í Sykurmolana árið 1986 en hún hélt svo í tónleikaferð með [[New Order]] og [[Public Image Ltd.]] sem skapaði þeim frekari orðstír á erlenda grundu.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Gestur Guðmundsson|titill=Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990|útgefandi=Forlagið|ár=1990|ISBN=ISBN 9979-53-015-4}} Bls. 248.</ref>
== Stíll ==
 
== Arfleið ==