„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 85:
Árið 2002 markar enn ein tímamótin á ferli Megasar. Það eru liðin 30 ár frá því að fyrsta platan kom út. Til að halda upp á þann áfanga með veglegum hætti var efnt til endurútgáfu á helstu plötum meistarans. Megas lagði drjúga hönd á vinnsluna ásamt Stefáni Ingólfssyni. Áhersla var lögð á vandaða hljóðvinnslu og heildarrými hvers disks er nýtt til fullnustu. Þar af leiðandi var aukalögum bætt inn á allar útgáfurnar þannig að aðdáendur Megasar fengu mikið fyrir sinn snúð. Sum laganna, sem komu út í fyrsta sinn, voru upphaflega hugsuð sem hluti af viðkomandi plötu, en voru sett á hilluna vegna plássleysis. Önnur lög eru frá æfingaferlinu eða prufutökur, hljómleikaefni og hljóðritanir úr útvarps- eða sjónvarpsþáttum.
 
Árið 2006 kom svo næsti skammtur af endurútgáfum á verkum Megasar er 4 plötur kom út í samskonar skrautbúningi og áður auk þess sem Sena gaf út tribjútplötuna ''Pældu í því sem pælandi er í'' en þar fluttu ýmsir listamenn lög og texta Megasar með sínu nefi.
 
Árið 2007 var ár Megasar ef svo má að orði komast en það ár gaf Megas út tvær plötur með nýju efni. Á plötunum safnaði Megas í kringum sig afskaplega hæfileikaríkum hópi tónlistarmanna sem hann nefndi Senuþjófana en sveitina skipuðu Sigurður Guðmundsson, Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson og Guðmundur Kristinn Jónsson, allir einnig kenndir við reggísveitina [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálma]] auk Guðmundar Péturssonar gítarsnillings. Úr því samstarfi komu plöturnar ''Frágangur'' og ''Hold er mold''.