„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Frekari kaflaskipting á tónlistarferlinum
Lína 17:
Áður en fyrsta [[hljómplata]] hans kom út í Noregi árið 1972 komu út eftir hann þrjú hefti með textum, nótum og teikningum. Þau hétu einfaldlega ''Megas I'' (1968), ''Megas II'' (1969) og ''Megas III'' (1970). Árið 1973 gaf hann heftin þrjú út aftur, endurskoðuð, og bætti fjórða heftinu við, ''Megas IV''. Margt af því efni sem birtist í heftunum átti síðar eftir að rata inn á plöturnar hans.
 
== Fyrstu plöturnar (1972-1978) ==
 
Ári áður en þriðja bókin kom út höfðu róttækir stúdentar í Osló fjármagnað fyrstu hljómplötu Megasar. Hann var þá búsettur í Noregi og naut aðstoðar þarlendra tónlistarmanna við gerð plötunnar. Skrifstofa SÍNE annaðist sölu plötunnar, sem kom út í 600 eintökum og seldist fljótlega upp. Fór svo að hún var endurútgefin í tvígang á næstu árum og kláraðist jafnharðan. Platan olli nokkru fjaðrafoki. Margir meðal menntafólks og róttæklinga af yngri kynslóðinni kunnu vel að meta tónlist og texta Megasar, en öðrum þótti hann fara með dylgjur og staðleysur um þjóðhetjur og andans menn, auk þess sem hann væri vita laglaus.