„Landnámsbær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Færði efnið á síðuna 'eldaskáli' en skildi eftir þessa skýringu
Lína 1:
'''Landnámsbær''', er stundum notað í sömu merkingu og [[eldaskáli]] um elstu gerð mannabústaða á Íslandi. Enginn skáli hefur þó verið rannsakaður sem óyggjandi er að byggður sé af landnámsmönnum og gerðin tíðkaðist hér alla víkingaöld.
[[Mynd:Stöng Viking Longhouse.jpg|thumb|right|Endurgerð bæjarins [[Stöng (bær)|Stangar í Þjórsárdal]].]]
 
'''Víkingaaldarskáli''', einnig þekkt sem '''landnámsskáli''', '''langhús''' eða bara [[skáli]] er heiti yfir þá gerð híbýla sem tíðkaðist hér á landi frá [[Landnám Íslands|landnámi]], þangað til þróun gangabæja hófst í byrjun [[14. öld|14. aldar]].
 
Fjöldi [[Víkingaöld|víkingaaldaskála]] hafa verið rannsakaðir í gegnum tíðina, og bætast sífellt fleiri við. Flestir þeirra hafa viðbyggingar og getur oft verið erfitt að skera úr um hvort byggingastigið sé eldra.
 
== Gerð ==
Víkingaldaskálar einkennast einna helst af því að þeir voru aflangir, með bogadregna veggi þannig að þeir voru breiðari um sig miðja en fyrir göflunum og að í þeim miðjum var langeldur. Þá höfðu Þeir dyr á annari langhliðinni, stundum bakdyr á hinni, en stundum tvær dyr sitt hvoru megin á framhliðinni.
 
Íslenskir skálar höfðu veggi hlaðna úr torfi og oft með grjóthleðslu í grunnin. Höfðu þeir [[torfþak]] og var það oftast þríása og haldið uppi með trégrind sem stóð á tveim röðum stólpa inni í húsinu sem skiptu því langsum í þrennt. Voru stólparnir ýmist reknir niður í gólfið, eða þá stóðu þeir á hellum til að koma í veg fyrir rotnun. Gólf voru úr mold, en meðfram öðrum eða báðum langveggjum var upphækkaður trépallur eða set og þar voru rúmstæði. Þá var algent að hellusteinum væri raðar framanvið og inn af innganginum.
 
Á miðju gólfi var langeldur og var hann bæði til kyndingar og eldamennsku. Langeldurinn at verið af ýmsum stærðum óháð stærð skálans, t.d. var skálinn sem grafinn var upp við Aðalstræti í Reykjavík 2001 meðalstór, en í honum var einn stærsti langeldur sem fundist hefur á Íslandi. Aftur á móti er skálinn á Hofstöðum í Mývatnssveit sá stærsti á Íslandi, en hann var með tiltölulega lítinn langeld. Sennilegast hafa skálar ekki haft neina glugga, en reyk hefur verið hleypt út um reykop í þakmæni.
 
Í nágrenni við víkingaaldaskála finnast oft útihús svo sem [[fjós]] eða [[hlaða|hlöður]]. Þá finnast oft svonefnd jarðhús nálægt skálum. Jarðhús voru lítil hús sem voru að hluta til grafin niður í jörðina og finnst stundum eldstæði í þeim. Jarðhúsin virðast oft finnast hjá elstu bæjastæðunum og hefur það vakið hugmyndir um að þetta hafi verið bráðabirgðahús reist á meðan verið var að reisa aðalskálann. Notagildi þeirra er ekki þekkt, en einnig hefur verið stungið upp á að þau hafi t.d. verið baðhús eað dyngjur.
 
== Þróun ==
Í fyrstu stóðu skálarnir að mestu leyti einir og borðuðu menn, sváfu, elduðu, geymdu mat og héldu jafnvel húsdýr í sama rýminu. Kallast slíkir skálar oft eldaskálar í elstu heimildum. Skilveggir úr viði hafa þó oft skilið að mismunandi hluta skálans. Hefur þetta verið sú gerð sem [[Landnámsmenn á Íslandi|landnámsmenn]] fluttu með sér hingað til lands.
 
Fljótlega hafa menn þó byrjað að nýta útveggina til að reisa önnur hús upp við skálann, svo sem geymslur eða kamra. Er [[Stöng (bær)|Stöng í Þjórsárdal]], sem er talinn hafa lagst í eyði 1104, gott dæmi um þessa þróun. Við skálan voru reistar þrjár viðbyggingar; stofa, matarbúr og stór kamar. Frekari þróun má svo sjá í [[Gröf í Öræfum]] sem lagðist í eyði 1362. Bærinn hafði ekki lengur skálalag, heldur var hann gangabær, þar sem gangur lá eftir honum miðjum og skiptir honum í tvennt.
 
Skálar af þessari gerð, með bogadregna langveggi, voru mjög algengir á þessum tíma í Skandianvíu, en þar voru þeir einnig byggðir úr timbri eða hlaðnir úr steini. Hýbýli með svipuðu lagi, kölluð langhús og ekki með bogadregna veggi, hafa þekkst í Norður-Evrópu allt frá steinöld.
 
Orðið skáli hélt sér eftir þróun gangabæja sem heiti yfir aðal svefn- og íverustað bæjarins.
 
== Tengt efni ==
* [[Skáli]]
* [[Torfbær]]
 
== Heimildir ==
* http://www.thjodveldisbaer.is/byggingar/throun-bygginga/ sótt 27. ferbrúar 2012
* Adolf Friðriksson. Leskaflar í fornleifafræði. HÍ, 2007.
* http://www.skagafjordur.is/upload/files/I%20%C3%9Er%C3%B3un%20torfb%C3%A6ja.pdf sótt 27. ferbrúar 2012
* http://mbl.is/greinasafn/grein/607626/ sótt 27. ferbrúar 2012
* http://archaeology.about.com/od/hterms/qt/hofstadir.htm sótt 27. ferbrúar 2012
 
[[Flokkur:Víkingar]]
 
[[cs:Dlouhý dům]]
[[da:Langhus]]
[[de:Langhaus (Wohngebäude)]]
[[en:Longhouse]]
[[es:Casa comunal]]
[[fr:Maison longue]]
[[fy:Langhûs]]
[[hi:लम्बाघर]]
[[it:Casa lunga]]
[[ms:Rumah panjang]]
[[nl:Langhuis]]
[[no:Langhus (bygning)]]
[[nn:Langhus]]
[[nds:Langhuus (Wohngebäude)]]
[[pl:Długi dom]]
[[ru:Длинный дом]]
[[fi:Pitkätalo]]
[[sv:Långhus]]
[[vi:Nhà dài]]