„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lærði á píanó
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Uppeldi og nám ==
Megas ólst upp í [[Norðurmýri]]inninni í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Hann gekk í [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskólann]] og svo í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]], þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1965. Þá vann hann um hríð sem gjaldkeri í Landsbankanum, en hélt svo til Noregs til að stunda nám í þjóðháttafræði við Háskólann í [[Osló]].
 
Megas byrjaði snemma að fást við lagasmíðar og textagerð, lærði á píanó og samdi meðal annars lagið um Gamla sorrí Grána fyrir fermingu. Áður en fyrsta [[hljómplata]] hans kom út í Noregi árið 1972 komu út eftir hann þrjú hefti með textum, nótum og teikningum. Þau hétu einfaldlega ''Megas I'' (1968), ''Megas II'' (1969) og ''Megas III'' (1970). Árið 1973 gaf hann heftin þrjú út aftur, endurskoðuð, og bætti fjórða heftinu við, ''Megas IV''. Margt af því efni sem birtist í heftunum átti síðar eftir að rata inn á plöturnar hans.