„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Færði fyrri hluta textans yfir í "alfræðilegri" búning, með því að draga úr túlkun og skrautlegu málfæri.
Tenglar og lítils háttar betrumbætur.
Lína 9:
Í textum sínum grípur Megas oft til kaldhæðni og naprar ádeilu og fjallar um ósóma í samtíð og fortíð, á sama tíma og hann sýnir betri hliðar undirmálsfólks. Textarnir vitna í heimsbókmenntir og íslenska sagnahefð. Rokkfrösum, slangri og nýyrðum er tvinnað saman við gullaldarmál.
 
Magnús Þór fæddist 7. apríl 1945 um það bil þegar síðari heimstyrjöldinni var að ljúka, sonur skáldkonunnar Þórunnar Elfu Magnúsdóttur og Jóns Þórðarsonar kennara og rithöfundar. Magnús Magnússon nafni hans og móðurafi var verkamaður í [[Reykjavík]] sem stundaði jafnframt sjóinn eins og altítt var. Margrét amma Megasar var frá Horni í [[Skorradalur|Skorradal]] en föðurforeldrarnir [[Snæfellsnes|Snæfellingar]]. Þau hétu Sesselja Jónsdóttir og Þórður Pálsson frá Borgarholti í [[Miklaholtshreppur|Miklaholtshreppi]]. Þórður bóndi var afkomandi hins kunna snæfellska söngmanns Jóns dýrðarsöngs Pálssonar. Megas á því ekki langt að sækja tónlistargáfuna.
 
Frá æskuárum Megasar er til fjöldi teikninga af ýmsum toga sem hann hefur haldið til haga. Það er einnig stutt í skáldgáfuna enda voru foreldrar hans bókhneigt fólk og fengust bæði við skriftir. Helstu áhrifavaldar Megasar á æskuárum hans voru [[Halldór Laxness]] og [[Elvis Presley]]. Hann samdi Gamla sorrí Grána fyrir fermingaraldur, en á gagnfræðaskólaárunum samdi hann menúetta áður en hann hellti sér út í þjóðlagapælingar, keypti sér nótnabók með amerískri alþýðutónlist og lagði sig eftir skandinavískum þjóðlögum.
 
Á menntaskólaárunum tók Megas þátt í að mála leiktjöld fyrir hundrað ára afmælissýningu [[Skugga-Sveinn|Útilegumannanna]] eftir Matthías Jochumsson, gerði myndskreytingar í skólablaðið og fékk nokkur ljóða sinna birt í blaðinu og smásögur. Hann hlustaði á klassík, einkum þungmelta tólf tóna tónlist og tónlist [[Bob Dylan]], en margorðir textar Dylans heilluðu Megas og höfðu veruleg áhrif á hann. Að loknu stúdentsprófi innritaðist Megas í [[Háskóli Íslands|Háskólann]]. Þar rakst hann á nafnið Megas í grískri orðabók og ætlaði að nota það sem skáldanafn þegar hann reyndi að fá birta eftir sig smásögu í Lesbók [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]. Smásagan komst inn eftir nokkrar hremmingar en hann varð að birta hana undir eigin nafni. Engu að síður notaði hann listamannsnafnið Megas eftir þetta.
 
Um jólin 1968 gaf hann út bókina ''Megas'', sem innihélt lögin Dauði [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusonar]], [[Jón Sigurðsson]] & sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Með gati, Ófelía, Ragnheiður biskupsdóttir, Silfur [[Egill Skallagrímsson|Egils]], Um óheppilega fundvísi [[Ingólfur Arnarson|Ingólfs Arnarsonar]], Um skáldið [[Jónas Hallgrímsson|Jónas]], Um grimman dauða [[Jón Arnason|Jóns Arasonar]] og Vertu mér samferða inní blómalandið, amma. Stuttu síðar kom út annað heftið og það þriðja árið 1973, sem hét ''Megas kominn, en fráleitt farinn''.
 
== Tónlistarferill ==
 
Ári áður en þriðja bókin kom út höfðu róttækir stúdentar í Osló fjármagnað fyrstu hljómplötu Megasar. Hann var þá búsettur í Noregi og naut aðstoðar þarlendra tónlistarmanna við gerð plötunnar. Skrifstofa SÍNE annaðist sölu plötunnar, sem kom út í 600 eintökum og seldist fljótlega upp. Fór svo að hún var endurútgefin í tvígang á næstu árum og kláraðist jafnharðan. Platan olli nokkru fjaðrafoki. Margir meðal menntafólks og róttæklinga af yngri kynslóðinni kunnu vel að meta tónlist og texta Megasar, en öðrum þótti hann fara með dylgjur og staðleysur um þjóðhetjur og andans menn, auk þess sem hann væri vita laglaus.
 
Platan olli nokkru fjaðrafoki. Margir meðal menntafólks og róttæklinga af yngri kynslóðinni kunnu vel að meta tónlist og texta Megasar, en öðrum þótti hann fara með dylgjur og staðleysur um þjóðhetjur og andans menn, auk þess sem hann væri vita laglaus.
 
Megas bjó í Noregi á þessum tíma ásamt eiginkonu sinni svo lítið heyrðist frá honum um skeið. Á páskum árið eftir kom hann fram í SÚM salnum og flutti [[Passíusálmarnir|Passíusálma]] [[Hallgrímur Pétursson|Hallgríms Péturssonar]] við undirspil menntaskólanema. Árið 1974 stóð til að Megas kæmi fram í [[Sjónvarpið|sjónvarpsþætti]] þar sem Ómar Valdimarsson spjallaði við þrjá trúbadúra. Megas mætti í sjónvarpssal með lepp fyrir öðru auganu og þátturinn rúllaði inn á myndband. Þessi þáttur fór samt aldrei lengra því yfirmenn sjónvarpsins komu í veg fyrir að hann væri sýndur og lá hann því í salti árum saman.