„Reykjanes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Reykjanes''' er ysta táin á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Nesið[[Nes]]ið er eldbrunnið, þar eru lág [[fjall|fjöll]] og [[hnúkur|hnúkar]] úr móbergi[[móberg]]i, [[jarðhiti]], [[klettur|klettótt]] [[strönd]] og [[hraun]] runnið í [[sjór|sjó]] fram. Á Reykjanesi ber mest á [[Skálafell]]i, sem er hæsta fellið, og [[Valahnúkur|Valahnúk]] eða Valahnúkum, sem er(u) yst. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju ári, enda brýtur hafaldan úr honum nánast í hverju roki. Yst á tánni eru svokallaðar [[Skemmur]]. Þar hefur sjór brotið hella undir efsta hraunlagið og hafa hellisþökin sums staðar brotnað niður. Þetta veldur því að þegar hvasst er og álandsvindur (suðvestan) þá brotnar hafaldan með miklum dyn inn í hellana og standa svo gosstrókar upp um götin. Er þetta oft mikið sjónarspil.
 
Á Reykjanesi var fyrsti [[Reykjanesviti|viti]] á [[Ísland]]i reistur árið [[1878]]. Hann var uppi á Valahnúk. Árið [[1896]] urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Hann var reystur á [[Bæjarfell]]i um 400 m frá Valahnúk. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli, að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann. Frá Reykjanesi er óslitið haf allt til Suðurskautslandsins.