„Framsóknarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Ekkert breytingarágrip
 
Einn þekktasti stjórnmálamaður [[1981-1990|9. áratugarins]] á Íslandi var [[Steingrímur Hermannsson]], formaður Framsóknarflokksins og [[forsætisráðherra]]. Hann var fyrst kosinn í [[Alþingiskosningar 1979|alþingiskosningum 1979]] þegar framsóknarmenn bættu við sig miklu fylgi.
 
{{skipta|grein=Framsóknarfélag Reykjavíkur}}
Að kvöldi [[6. janúar]] [[2009]] skráðu 70 manns sig í Framsóknarfélag Reykjavíkur. Fjórtán fyrri flokksmeðlimir, þ.á m. [[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]] fyrrverandi formaður flokksins og [[Sæunn Stefánsdóttir]] ritari flokksins, sendu frá sér ályktun þar sem þau sögðust hafa orðið „vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu.“ Á fundi félagsins sem haldinn var sama kvöld var lagður fram og samþykktur nýr listi flokksmanna úr félaginu sem innihélt einhverja af nýju meðlimunum sem sækja munu landsfund flokksins sem er í janúar 2009.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/07/fjandsamleg_yfirtaka/ Fjandsamleg yfirtaka á framsóknarfélagi]</ref>
 
Talsverðar breytingar hafa átt sér stað innan flokksins á síðustu misserum. Flokkurinn hefur endurnýjað forystu sína og styrkt tengslin við hugmyndafræði grasrótarinnar. Þann [[17. nóvember]] 2008 sagði sitjandi formaður, [[Guðni Ágústsson]], af sér þingmennsku og formannsembætti eftir mikla gagnrýni flokksmanna á flokksforystuna á miðstjórnarfundi helgina 15.-16. nóvember. [[Valgerður Sverrisdóttir]] tók þá við sem formaður og gegndi því embætti þar til nýr formaður yrði kosinn á flokksþingi flokksins sem flýtt var fram til janúar 2009. Fimm manns buðu sig fram til formanns. Það voru þeir Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon, Jón Vigfús Guðjónsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tveir buðu fram til varaformanns en það voru þau [[Siv Friðleifsdóttir]] og [[Birkir Jón Jónsson]].<ref>[http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item244112/ Sigmundur Davíð býður sig fram]</ref> [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] var kjörinn formaður flokksins [[18. janúar]] á flokksþingi flokksins og [[Birkir Jón Jónsson]] var kjörinn varaformaður.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/18/sigmundur_kjorinn_formadur/ Sigmundur kjörinn formaður]</ref> Þá buðu sig 3 fram til ritara þau [[Gunnar Bragi Sveinsson]], [[Sæunn Stefánsdóttir]] og [[Eygló Harðardóttir (stjórnmálamaður)|Eygló Harðardóttir]]. Eftir að formaður og varaformaður höfðu verið kjörin dró Gunnar Bragi framboð sitt til baka til þess að gæta jafnræðis innan flokksforystunnar. Eygló Harðardóttir var þá kjörinn ritari. Í kjölfar þessara breytinga í forystusveit Framsóknar jókst stuðningur við flokkinn töluvert og könnun, sem gerð var á vegum MMR rannsókna dagana 20.-21. janúar, mældist flokkurinn með 17% fylgi. Frá því í janúar 2008 hefur flokksmönnum í framsóknarflokknum fjölgað um 20%.<ref>http://www.framsokn.is/frettabref/?i=1298</ref>
Óskráður notandi