„Ferdínand 1. de' Medici“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Ferdínand 1. '''Ferdínand 1. de' Medici''' (30. júlí 154917. febrúar 1609) var stórhertogi [[Toskana...
 
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengla.
Lína 6:
Hann var að mörgu leyti andstæða bróður síns og fyrirrennara, stýrði ríki sínu mildilega, bætti réttarkerfið og var umhugað um velferð þegnanna. Á valdatíma hans rétti Toskana við og öðlaðist aftur það sjálfstæði sem hertogadæmið hafði glatað á valdaskeiði Frans stórhertoga. Ferdínand efldi viðskipti og jók auð sinn gífurlega gegnum [[Medici-ætt|Medici]]-bankaveldið, sem hafði útibú í öllum helstu borgum Evrópu. Hann var umburðarlyndur gagnvart [[gyðingar|gyðingum]] og trúvillingum og [[Livorno]] varð griðastaður fyrir gyðinga sem gerðir höfðu verið brottrækir frá [[Spánn|Spáni]] [[1492]] og einnig aðra ofsótta útlendinga.
 
Hann reyndi að losa Toskana undan áhrifavaldi Spánverja og eftir að [[Hinrik 3. Frakkakonungur]] var myrtur 1589 studdi hann [[Hinrik 4. Frakkakonungur|Hinrik 4.]] í baráttu hans gegn [[Kaþólska bandalagið|Kaþólska bandalaginu]], lánaði honum fé og hvatti hann til að taka kaþólska trú, sem Hinrik gerði svo og kvæntist bróðurdóttur Ferdínands, [[María de' Medici|Maríu de' Medici]].
 
Ferdínand styrkti [[sjóher]] Toskana og vann hann sigra á [[Sjóræningjar frá Barbaríinu|sjóræningjum]] við strönd [[Barbaríið|Barbarísins]] [[1607]] og aftur á stærri flota [[Ottómanaveldið|Tyrkja]] ári síðar. Til að minnast þeirra sigra var reistur mikill minnisvarði í Livorno, „Monumento[[Monumento dei Quattro Mori“ (minnisvarði fjögurra Mára)Mori]].
 
Á meðal barna Ferdínands og Kristínar stórhertogaynju voru [[Cosimo 2. de' Medici|Cosimo 2.]], sem tók við stórhertogadæminu eftir föður sinn, og Kládía, sem giftist [[Leópold 5., erkihertogi Austurríkis|Leópold 5.]], erkihertoga af Austurríki.