„Barbarístríðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Martasigurjons (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
 
Þegar [[Thomas Jefferson]] varð forseti Bandaríkjanna 1801 krafðist [[pasja]]nn í Trípólí þess að nýja stjórnin greiddi 225 þúsund dollara í verndargjald. Jefferson neitaði og pasjann sagði Bandaríkjunum stríð á hendur [[10. maí]] [[1801]]. Jefferson sendi herskip til Miðjarðarhafsins og setti [[hafnbann]] á Trípólí. Til átaka kom á sjó nokkrum sinnum og í apríl [[1805]] lögðu fáeinir bandarískir [[bandaríska landgönguliðið|landgönguliðar]] ásamt 500 egypskum málaliðum bæinn [[Darna]] í Líbíu undir sig. Það var í fyrsta sinn sem hermenn reistu bandarískan fána á erlendri grund. Til þess atburðar má rekja það að í baráttusöng bandaríska landgönguliðsins er sungið um strendur Trípólí. Fljótlega eftir það var samið um frið og greiddu Bandaríkjamenn fjárupphæð fyrir nokkra landa sína sem voru í haldi Trípólímanna.
 
[[Mynd:Decatur's Conflict with the Algerine at Tripoli. Reuben James Interposing His Head to Save the Life of His Commander. Au - NARA - 513331.tif|thumb|right||200px|Stríðsátök árið 1804]]
 
Nokkrum árum síðar fóru Barbarísjóræningjar aftur að láta á sér kræla og ræna bandarísk kaupskip en það var ekki fyrr en [[1815]] sem Bandaríkjamenn sendu herskip á vettvang og hófst þá seinna Barbarístríðið. Það stóð stutt; bandarísku skipin gersigruðu flota Barbarísins og skrifað var undir vopnahléssamning [[3. júlí]] 1815.