„Bergþórshvoll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
dead link removed
Viktoría (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bergþórshvoll''' er friðlýstur bær í [[Vestur-Landeyjar|Vestur-Landeyjum]] sem stendur á vesturbakka A[[ffall]]s á hæð sem rís hæst í svonefndum [[Floshóll|Floshól]] austan við bæinn. Landið er marflatt ogen af hólnumþað er mjög víðsýnt þegar staðið er á toppi hólsins. Staðurinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Íslendingasögunni [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]] fyrir að vera heimili [[Njáll Þorgeirsson|Njáls]] og [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru]]. Vegna sögunnar hafa verið gerðar misstórar fornleifarannsóknir þar í gegnum tíðinna. [[Kristian Kaalund]] er sá fyrsti sem vitað er til að hafa skoðað Bergþórhvoll árið 1877 en síðan hafa aðrir fræðingar fylgt í fótspor hans. Þeir sem gerðu flestar rannsóknir á Bergþórhvolli voru [[Sigurður Vigfússon]], [[Matthías Þórðarson (þjóðminjavörður)|Matthías Þórðarson]] og [[Kristján Eldjárn]] .<ref> Bergþórshvoll. "nat.is". http://nat.is/travelguide/ahugav_st_bergthorshvoll.htm. skoðað 24.02.12</ref>
 
 
==Bergþórhvoll í Brennu - Njálssögu==
Sagan á að gerast í kringum aldamótin 1000 og segir frá [[Njáll Þorgeirsson|Njáli Þorgeirssyni]] höfðingja, konu hans [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru Skarphéðinsdóttur]] og sonum þeirra Helga, Grím og Skarphéðin. Sagan snýst um hefndaraðgerðir fram og til baka sem enda í bruna sem á að hafa gerst á Bergþórshvoli en synir [[Njáll Þorgeirsson|Njáls]] hefndu dauða [[Gunnar á Hlíðarenda|Gunnars á Hlíðarenda]] sem leiddi til þess að mörg hundruð manns brenndu bæ þeirra <ref> Bergþórshvoll. "nat.is". http://nat.is/travelguide/ahugav_st_bergthorshvoll.htm. skoðað 24.02.12</ref> .
 
 
==Fornleifarannsóknir==
 
===Rannsókn Sigurð Vigfússonar===
[[Sigurður Vigfússon]] var skráningamaður [[Hið íslenska fornleifafélag|Hins Íslenska Fornleifafélags]] (stofnað 1879) og áhugi hans beindist aðallega að sögustaðafornleifafræði s.s. rannsóknir hans voru gerðar frá lýsingum sagna. Hann gerði rannsóknina á Bergþórshvoli þegar áhugi landsmanna á sögustaðafornleifafræði var sem mestur, í lok 19. aldar. Hann gerði aðeins könnunarskurði, fyrst árið 1883 en þá gróf hann meðfram vegg sem sást á yfirborðinu og síðan aftur 1885 þá gróf hann aftur meðfram vegg og einnig í herbergi. Fundir hans voru það sem hann túlkaði sem brenndar viðarleifar (seinna túlkaði [[Kristján Eldjárn]] að svo væri ekki) og hvítar leifar. Sigurður lét rannsaka hvítu leifarnar sem hann fann og það kom í ljós að þetta voru leifar af einhverskonar mjólkumat, hans ályktun frá rannsókninni var að þetta voru leifar af skyri [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru Skarphéðinsdóttur]] úr [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]]. [[Sigurður Vigfússon|Sigurður]] las einnig í landslagið og bar saman við [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]] og sagði að dalur í grenndinni væri sá dalur sem er getið í [[Brennu-Njáls saga|Njáls sögu]] <ref> Adolf Friðriksson (2007): 13-14.</ref>
 
===Rannsókn Matthíasar Þórðarssonar===
[[Matthías Þórðarson (þjóðminjavörður)|Matthías Þórðarson]] sat í embætti þjóðminjavarða frá 1907 (stofnun þjóðminjalaganna) og gerði rannsóknir á Bergþórshvoll árið 1927-8 vegna pressu frá stjórnmála- og menntamönnum til að finna vott af [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]]. Þegar hann fór að Bergþórhvoll hefur verið búið að fletja túnið út og ekki sást í leifarnar sem höfðu verið á yfirborðinu þegar [[Sigurður Vigfússon]] heimsótti staðinn. Hann gróf í gegnum margar byggingar en fann engar vísbendingar um það að heill bær hafi brunnið en hann fann í kringum 800 gripi og 50 hús eða herbergi. Árið 1931 fór [[Matthías Þórðarson (þjóðminjavörður)|Matthías]] aftur á Bergþórshvoll og framkvæmdi nokkra könnunarskurði til að leita að bæ [[Njáll Þorgeirsson|Njáls]] en fann ekki neitt. Hann gaf aldrei út skýrslu frá rannsókn sinni heldur gerði [[Kristján Eldjárn|Kristján]] það þegar hann dó 1961. <ref> (09.09.1928): 286 - 287 </ref>
 
===Rannsókn Kristjáns Eldjárns===
Rannsóknir [[Kristján Eldjárn|Kristjáns]] á Bergþórshvoli voru gerðar árið 1951 ásamt [[Gísli Gestsson|Gísla Gestssyni]] en uppgröfturinn var gerður fyrir útgáfu [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]] í [[Íslenzk fornrit|Íslenzkum fornritum]] og vegna áframhaldi pressu frá stjórnmála- og menntamönnum í að finna sögulegar leifar. Kristján hafði komið einu ári á undan og gert marga könnunarskurði og fann ekkert í fyrstu en þegar hann gróf í bæjarhól þá fann hann neðst í mannvistaleifunum brunalag sem var þess virði að skoða betur. Í þeirri rannsókn var fundið mikið af brunaleifum, í fyrstu hélt [[Kristján Eldjárn]] að hann hefði fundið brunninn skála og var þá freistandi að telja það vísbendingar um brennuna á bæ Njáls sem er sagt frá í [[Brennu-Njáls saga|Brennu-Njáls sögu]] en þegar það var farið að grafa betur þá kom í ljós að þetta var brunnið fjós fremur en skáli <ref>Gísli Guðmundsson (1982): 29.</ref> .
 
 
== Tilvísanir ==
<references/>
== Heimildir ==
* Bergþórshvoll. "nat.is". http://nat.is/travelguide/ahugav_st_bergthorshvoll.htm. skoðað 24.02.12./
* Bergþórshvoll. "nat.is". http://nat.is/travelguide/ahugav_st_bergthorshvoll.htm. skoðað 24.02.12./
* Adolf Friðriksson. "Söguminjar". ''HÍ Íslensk fornleifafræði 2007.''Reykjavík. (2007): 13-14.
* "Rannsóknir á Bergþórshvoli". ''Lesbók Morgunblaðsins''.36 tölublað. (1928): 286 - 287
* "Brunarústirnar á Bergþórshvoli voru af fjósi". Gils Guðmundsson (tók saman). ''Öldin okkar, minnisverð tíðindi''. Reykjavík. (1982): 29.
 
 
 
Bergþórshvoll er þekktur sögustaður úr [[Njála|Njálu]]. Þar var [[Njálsbrenna]] en þá fór 100 manna lið að Bergþórshvoli og brenndi inni [[Njáll Þorgeirsson|Njál]] og [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru]] konu hans og syni þeirra.
 
Bæjarstæðið á Bergþórshvoli er friðlýst.
 
== Heimild ==