„Prjón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Drofn (spjall | framlög)
Thorra (spjall | framlög)
Lína 106:
Hvernig fólk prjónar er einstaklingsbundið. Sumir prjóna fast meðan aðrir prjóna laust. þess vegna getur verið mikilvægt að gera fyrst prjónfestuprufu, þegar verið er að byrja prjónaskap er gott að prjóna sýnishorn 15x15 sm og mæla svo 10x10 sm bút og gá hvort réttur lykkjufjöldi sé innan 10 sm markanna og eins hvort umferðarfjöldinn sé réttur miðað við 10 sm. Ef lykkjurnar eru of margar er prjónað of fast og þarf því að fá sér grófari prjóna, ef lykkjurnar eru of fáar er prjónað of laust og þarf því fínni prjóna.
Margar tegundir prjóna eru til og getur það haft áhrif á prjónafestu hvað prjóna er verið að vinna með. Prjónar geta verið missleipir eða stamir. Best er að nota sams konar prjóna í alla flíkina, t.d ekki nota bambusprjóna í ermarnar og álprjóna í bolinn eða öfugt. Það fer reyndar eftir garni sem notað er hversu áberandi munurinn getur orðið ef notaðar eru margar tegundir af prjónum í sömu flík.
 
 
.
 
== Lopaprjón ==