„Bessastaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Saga Bessastaða nær allt aftur til landnámsaldar, samkvæmt fornleifarannsóknum sem fram fóru á staðnum á 9. og 10. áratug 20. aldar og sem studdar eru rituðum heimildum að nokkru. Bessastaðir hafa ávallt verið mikilvægir í sögu þjóðarinnar og jafnan verið aðsetur höfðingja og háembættismanna. Snorri Sturluson átti jörðina þó svo að óvíst sé að hann hafi nokkru sinni búið þar sjálfur. Eftir víg hans árið 1241, rann jörðin með öllum gögnum og gæðum undir Noregskonung. Hirðstjórar konungs sátu á Bessastöðum og síðar amtmenn og stiftamtmenn ásamt landfógetum. Nafntogaðasti og jafnfram mögulega verst þokkaði hirðstjórinn var Páll Stígsson en meðal merkustu amtmanna var Magnús Gíslason sem þótti milt og gott yfirvald (fyrsti íslenski amtmaðurinn), en það var hann sem hafði frumkvæði að byggingu steinhúsanna tveggja á 18. öld sem enn standa. All veglegir legsteinar þeirra beggja eru múraðir inn í veggi Bessastaðakirkju.
 
Bessastaða er vitanlega getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 en þar er getið um að landskuld ýmissa annarra jarða á Álftanesi og leigukúgildi "betalist" í tunnum kola og smjöri. Um Bessastaði sjálfa segir m.a.: <ref>"Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi xii [hundruð]. Eigandinn er kóngl. Majestat. Hjer er amptmannsins residens og fóetans þá so til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár"</ref>
 
== Bessastaðastofa ==