„Héðinsfjarðargöng“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Héðinsfjarðargöng''' eru tvenn [[jarðgöng]] á milli [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] og [[Ólafsfjörður|Ólafsfjarðar]] með viðkomu í [[eyðifjörður|eyðifirðinum]] [[Héðinsfjörður|Héðinsfirði]]. Göngin eru 3,9 km (Siglufjörður-Héðinsfjörður) og 7,1 km löng (Héðinsfjörður-Ólafsfjörður). Vegalengdin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er í heild 15 km um göngin. Héðinsfjarðargöngin voru opnuð [[2. október]] [[2010]]. <ref>[http://www.visir.is/hedinsfjardargong-opnud-i-dag/article/201041760619 ''Héðinsfjarðargöngin opnuð í dag''; grein af Vísi.is 2010]</ref>
 
{{<Gallery>
|Mynd:Hédinsfjardargöng (Siglufjördur)2010.JPG|Inngangur í göngin frá Siglufirði
|Mynd:Hédinsfjardargöng (Ólafsfjördur)2010.JPG|Inngangur í göngin frá Ólafsfirði
</gallery>
}}
== Forsaga og útboð verksins ==
Upphaflega var ætlunin sú að göngin yrðu [[Útboð|boðin út]] með [[Fáskrúðsfjarðargöng]]unum á [[Austurland]]i en fallið var frá því og verkefnin boðin út í sitt hvoru lagi í [[mars 2003]]. Í [[júlí 2003|júlí sama ár]] ákvað [[ríkisstjórn Íslands]] að hafna öllum tilboðum sem höfðu borist í verkið vegna [[Þensla (hagfræði)|þenslu]] í efnahagslífinu og fresta því um óákveðinn tíma. Þetta gramdist íbúum og sveitarstjórnum á Siglufirði og Ólafsfirði sem litu svo á að þingmenn hefðu gefið loforð fyrir Alþingiskosningarnar í maí sama ár um að ráðist yrði í gerð ganganna.