„Bessastaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hrappur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
 
=== Fornleifakjallari undir Bessastaðastofu ===
 
[[Mynd:Fallbyssa í fornleifakjallara Bessastaðstofu.jpg|thumb|250px|Fallbyssa í fornleifakjallaranum]]
 
Að áliðinni 20. öld þótti kominn tími til umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar húsanna á Bessastöðum og kallaði ástand Bessastaðastofu á miklar endurbætur. Af heimildum og fyrri rannsóknum þótti ljóst að vænta mætti þess að mannvistarleifar kæmu í ljós við framkvæmdir en þær hófust árið 1989 undir stjórn Bessastaðanefndar. Sú varð raunin, en miklu meira en menn óraði fyrir og mannvistarlög voru mörg, hvert ofan á öðru. Samkvæmt rannsóknum nær búseta á Bessastöðum allt aftur á landnámsöld. Auk mannvirkjaleifa, fannst allmikið af gripum við fornleifarannsóknina á Bessastöðum. Þá öfluðu vísindamenn stærsta safns fornvistfræðilegra gagna sem fundist höfðu í einum uppgreftri hérlendis fram að því.
 
Lína 15 ⟶ 18:
 
Bessastaðanefnd og Þjóðminjasafn Íslands sameinuðust um frágang kjallarans sem sýningarhæfs rýmis og útstillingu muna. Frágangi hans var endanlega lokið um mitt árið 1994. Þarna má skyggnast nokkrar aldir aftur í sögu Bessastaða og meðal annars er gengt meðfram austurvegg bústaðar landfógeta frá fyrstu áratugum 18. aldar og má sjá inn á gólf hússins. Það var gert af bindingsverki og gefið er sýnishorn af því hvernig veggir slíkra bygginga voru gerðir en fyrirmyndin er allgömul og kemur frá Evrópu þó svo að hús úr bindingsverki hafi ekki reynst mjög vel hérlendis né verið endingargóð. Allir þeir munir sem eru til sýnis, fundust á staðnum og má sem dæmi um þá nefna brenndan leir, krítarpípur, glermuni, dýrabein, grip úr beini og ýmsa gripi úr járni, steini og öðrum efnum. Þá má nefna að í fornleifakjallaranum er fallbyssa sem talin er vera frá 15. öld, sem fannst í jörðu á Bessastöðum árið 1888. Trúlega var byssan notuð staðnum til varnar er einnig mögulega til erfðahyllingar þegar við átti. Byssan er trúlega sú næstelsta sem til er hérlendis. Hún er gerð af sex járnhólkum og eru járngjarðir utan um samskeyti þeirra. Mögulega vantar eitthvað á lengd byssunnar. Enn eldri er byssa sem einnig fannst í Bessastaðalandi, en hlaup hennar er gert af járnstöfum sem mynda sívalning sem járngjarðir eru felldar utanum. Sú er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.
[[Mynd:Fallbyssa_%C3%AD_fornleifakjallara_Bessasta%C3%B0stofu.jpg]]
 
== Þrælakistan ==